Flokksráðsfundur og sveitarstjórnarráðstefna
25.2.2008 | 14:37
Var á fínum fundi með flokksfélögum mínum um helgina. Fyrst var það örstjórnarfundur og flokksráðsfundur sem var mjög fínn og ræðan hennar Kötu frábær. Hún velti fyrir sér farsanum í borginni og kallaði hann raunveruleikasjónvarp auk þess að ræða skuggahliðar kapitalismans.
Launamálin voru helsta umræðuefnið hjá mjög mörgum bæði á flokksráðsfundinum og líka á sveitarstjórnarfundinum á laugardeginum enda framsögumenn þar Eiríkur Jónsson, KÍ og Gunnar Rafn Sigurbjörnsson formaður launanefndar sveitarfélaga.
Nokkrar ályktanir voru samþykktar m.a. um efnahags- og atvinnumál, heilbrigðismál, kjaramál og um sjávarútveg og mótvægisaðgerðir.
Hvet ykkur til að kíkja á þær og taka þátt í umræðunni.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Takk fyrir síðast kæra frænka og fyrir frábæran fund. Bestu kveðjur,
Hlynur Hallsson, 25.2.2008 kl. 15:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.