Borg óttans
11.1.2008 | 12:57
Það má víst segja það fyrir okkur landsbyggðafólkið að maður sé í borg óttans. Í nótt var ráðist á lögreglumenn í miðbænum og við Þurý að snattast þar í gærkveldi - Gvöð minn. Hittum að vísu séra Sigríði og hennar ekta maka þegar við fórum á kaffihús eftir búðarráp.
Gat eitt einhverjum krónum og keypti afmælisgjöf handa Jódísi Jönu sem er 9 ára í dag. Knús og kossar til hennar. Skil eiginlega ekki hvað árin líða fljótt - finnst ég ekki svona mörgum árum eldri en ég var víst á þeim tímapunkti. En segir líklega meira um mig en eitthvað annað.
Annars gengur námið vel - flestar farnar að tala um hvað skrifa skuli um í meistaraverkefninu og margar góðar hugmyndir komnar á loft. Svo eru einhverjar sem setja spurningamerki við að klára meistaraprófið og láta duga að fá diplómuna í vor enda nægir það fyrir starfsréttindin.
Líst ágætlega á hið nýja háskólatorg en mikið er nú samt óunnið ennþá hér og svolítið verið að færa fólk til þar sem ekki eru tilbúnar þær stofur sem búið var að úthluta - en svona er nú það.
Ætla að rápa aðeins í búðir eftir skóla í dag, heimsækja pabba og Helgu, hitta krakkana og eiga svo rólega kvöldstund - hvar er ekki ákveðið.
Í bili....
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.