Náms- og starfsráðgjafar
8.1.2008 | 22:28
Fór í dag til Kristjáns sálfræðings hjá Reyni ráðgjafastofu en það er hluti af starfsnámi mínu í meistaranáminu í náms- og starfsráðgjöf. Ætlunin er að kynna sér vel stoðstofnun eða þjónustu sem nýtist manni í vinnu sem náms- og starfsráðgjafi. Ekki að sökum að spyrja að vel var tekið á móti mér og alltaf gaman að spjalla við góðan fagmann. Ég verð svo með þeim eitthvað á næstunni í fjölbreyttri vinnu sem ég hlakka mikið til að taka þátt í. Ég hitti Þurý eftir heimsóknina í dag en hún var einmitt hjá félagsþjónustunni á Akureyri í sömu erindagjörðum og ég. Við áttum gott spjall og þar bar einmitt á góma lögverndun starfsheitis náms- og starfsráðgjafa sem er afar brýn. Við þykjumst ætla að setja saman pistil og reyna að taka þátt í þeirri umræðu sem á sér stað meðal félagsmanna. Það væri ekki úr vegi að Þorgerður Katrín færi að svara þeim Katrínu Jakobs og Kolbrúnu fyrirspurnum sem þær settu fram 5. desember. En þær voru svona:
2. Stendur til að lögvernda starfsheiti náms- og starfsráðgjafa í því skyni að efla þessa starfsemi? Gaman að vita hvort hún sér ástæðu til þess að lögvernda starfsheitið eða hvort hver sem er geti sinnt þessu án tiltekinnar menntunar eins og verið hefur án þess að þurfa að fá undanþágu eða annað. |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Stuðningur héðan frá Akureyri. kv gb
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 9.1.2008 kl. 09:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.