Og áramótin líka
1.1.2008 | 23:11
Gleðilegt ár.
Já þau voru flott áramótin hér í firðinum. Yndislegt veður og bæjarbúar og gestir sprengdu af miklum móð og við þar ekki undanskilin hér á Hlíðarvegi 71. Brennan flott að vanda en sökum annríkis komst ég ekki á hana í þetta sinn.
Þessir dagar hafa einkennst af mikilli vinnu og ekki laust við að maður væri svolítið lúinn rétt fyrir kl. 6 í morgun þegar við skelltum í lás í Höllini eftir glaum næturinnar. Okkur var þó ekki til setunnar boðið því kl. 14 í dag var afmælisboð og kl. 16 var komið að undirbúningi einkasamkvæmis sem var í Höllinni í dag og í kvöld. Er sem sagt ný komin heim úr vinnu. Ætla hreinlega að gera ekki neitt á morgun.
Skaupið var það eina sem ég sá yfir áramótin og fannst það lélegt - náði eiginlega engu sambandi við það. Missti af kryddsíldinni, fréttaannálum á báðum stöðvum og finnst það bagalegt en svona er nú það.
Þetta er eiginlega skandall hvað ég er lítið búin að lesa yfir jólin og þau eru mörg árin síðan það gerðist. Er þó að gaufast við að lesa ævisögu Bíbíar Ólafsdóttur og Dauða trúðsins eftir Árna Þórarins og er meiningin að klára þær á næstu dögum. Á þá eftir Engla dauðans eftir Þráinn Bert. Þar sem ég fer að byrja í náminu aftur í næstu viku er eins gott að rubba þessu af því ekki les ég annað en námsbækur eftir miðjan janúar.
Í bili.......
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.