Og jólin komu

Já góðan daginn og gleðilega hátíð. 

Já svei mér þá þrátt fyrir allt og allt þá komu nú blessuð jólin til okkar hér í Hlíðarveginum eins og líklega víðast annars staðar. Það fylgir þó hér á heimilinu ennþá sá óskundi að vera með allt á síðasta snúningi og eiginlega eins og minn kæri haldi að jólin komi ekki nema hann eigi nú soldið eftir að gera á aðfangadag svo sem eins og að skreyta úti eða eitthvað annað. En svona er nú það.

Ég lét reyndar þau orð falla að ég væri að verða of gömul fyrir svona vökur og læti eins og okkur hafa fylgt okkar búskaparár. Ég vildi eiginlega eiga normal aðfangadag og þá fékk ég spurninguna hvað er normal aðfangadagur? Jú í mínum huga er það þegar ég get lúrt eins lengi og mig langar til og ég á ekkert eftir að gera af því sem ég og mitt fólk vill gera fyrir þessa hátíð annað en að fara með kortin, pakkana og knúsa fólkið. En maður stefnir alltaf á að gera betur og svei mér þá ef ég reyni ekki við það fyrir næstu jól.Joyful

Við fórum til mömmu á Hornbrekku með pakkana og annað smálegt sem nota þarf á þessum degi. Hún var sæmilega hress en þó ekki svo að hún treysti sér til okkar í Hlíðarveginn enda erfitt hús fyrir fólk sem bundið er við hjólastól.

Annars var ég svo ánægð með jólamatinn og held hann hafi aldrei verið betri enda vandmeðfarinn að elda. Allir tóku undir og borðuðu á sig gat eins og vera ber á þessum degi. Enda tókum við langan tíma í að borða og settumst ekki við að opna pakka fyrr en kl. 20:30 og eiginlega merkilegt hvað Jódís Jana var spök og dugleg að bíða þrátt fyrir að vera bara 8 ára. Flottust þessi stelpaHeart

Í dag, jóladag svaf fólk lengur eins og alltaf á þessum degi og þegar húsfrúin fór á fætur var búið til jólasúkkulaði og tilheyrandi sem mannskapurinn gæddi sér á frameftir degi. Við skötuhjúin fórum í göngu með hundana og var ágætt að bræða aðeins af sér jólakonfektið og undirbúa næstu törn sem var í kvöld hjá tengdó. Þar var dýrindis hangikjöt og svið ásamt heimalögðuðum ís - allt eftir bókinni.

Nú er komið að bókalestri enda nokkrar bækur í boði, bæði ævisögur og annað góðmeti.

Þar til síðar...

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ Bjarkey var að kíkja á síðuna hennar Kiddu og sá þá þína. Gaman að sjá hvað allt gengur vel hjá ykkur. Ég er flutt í mosfellsbæ og hef það gott, kíktu við hjá mér þegar þú ert í bænum heimilsfangið er Stórikriki 21 og síminn er 6984360       

Bið að heilsa öllum sem ég þekki.

Gunna Silla

Gunna Silla (IP-tala skráð) 28.12.2007 kl. 00:09

2 Smámynd: Bjarkey Gunnarsdóttir

Takk fyrir innlitið Gunna. Kíki við hjá þér í einhverri suðurferðinni.

Bjarkey Gunnarsdóttir, 5.1.2008 kl. 20:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband