Jólin nálgast óðum
23.12.2007 | 01:40
Já það er langt síðan ég bloggaði síðast enda mikið búið að vera að gera hjá mér og mínum að vanda. Nú er verið að gera jólahreint en minn kæri vex aldrei upp úr því. Hann hefur yfirumsjón með öllum jólaskreytingum enda listamaður þegar kemur að þeim. Jólaljós inni og úti eru að tínast upp hægt og hægt þessa síðustu daga og þrátt fyrir að við heitum því á hverju ári að vera ekki með allt á síðustu stundu sem okkur langar að gera er það einhvern veginn þannig að við erum aftur í þeirri stöðu nú þessi jólin.
Hundarnir fengu jólabaðið í morgun eftir hressilega göngu fram Skeggjabrekkudalinn og voru misánægðar með það. Bælin þvegin og allt eins og vera ber.
Davíð kom í fyrradag heim og Klara Mist er væntanleg á morgun uppúr hádeginu. Þá ætla hjónin í Hlíðarveginum að fara og sækja hana og klára jólagjafainnkaupin en þau eru heldur í seinni kantinum eins og fleira þetta árið. Við erum þó þannig að vilja vera heima á Þorláksmessu og dútla í einu og öðru, hlusta á jólakveðjurnar í útvarpinu og njóta dagsins. Gerum það með kvöldinu. Þá er bara að fá sér kakó og kökur á Akureyri með pökkunum.
Annars verður skötuhlaðborð í Höllinni á morgun ásamt öðru góðgæti, bæði í hádegi og um kvöldmat. Ummmm segi ég nú bara og hlakka mikið til að smjatta á þessu góðgæti.
En nú er ekki seinna vænna en að hætta að slóra og halda áfram með húsverkin.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hallo, nu vantar mig islenska stafi :)
Vid viljum bara oska ykkur ollum gledilegra jola, vid hofum tad alveg adislegt herna a spani :)
Vonum ad tid klarid ad versla allt og katt verdi i koti hja ykkur.
Kv. Pabbi, Helga og Hrolfur Arni.
Helga (IP-tala skráð) 23.12.2007 kl. 15:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.