Höllin stækkar
17.12.2007 | 00:16
Jæja þá er stækkunin á Höllinni orðin að veruleika. Nýi salurinn fær góðar viðtökur og þykir huggulegur. Á föstudaginn var Ölgerðin með kynningu á bjór og Hófa með Aveda. Ekki fannst mér nú nógu góð mæting en bæjarbúar vöknuðu að vanda frekar seint og fjörið varði fram eftir nóttu. Við fórum frekar seint í háttinn hjónin þessa nóttina.
Laugardagurinn byrjaði með hundagöngu hjá okkur hjónunum og síðan var haldið til Akureyrar þar sem ég fór í jólaklippinguna hjá Ástu tengdadóttur og svei mér þá ef ég skánaði ekki bara svolítið. Líður alla vega þannig. Komum heim um áttleytið en þá rauk ég í mat hjá Héðinsfjarðargangnamönnum í Tjarnarborg en stoppaði stutt. Við kíktum svo í Höllina um miðnættið og þar var fjör enda Maggi og Gulli að spila fína músik og fólk virtist skemmta sér ljómandi vel. Aftur seint í háttinn þar sem maður fór að atast enda margt um manninn.
Davíð og Ásta voru með okkur en hann fór svo suður í dag en hún verður að vinna á Akureyri til jóla.
Í dag var svo boðið upp á kakó, vöfflur og súkkulaðikökur í Höllinni og slæddust þó nokkrir í það í dag.
Ásgeir bróðir, María og Ísabella Sól komu um síðustu helgi og var voða ljúft að sjá þau. Við vorum reyndar lítið heima þar sem verið var að leggja lokahönd á salinn. Síðan var leikhús á laugardeginum sem var löngu planað með Jódísi Jönu á Óvitana, rosalega skemmtilegt. Hún gisti hjá Gúlgu og Boga en við skelltum okkur í beinu framhaldi af leikhúsinu á tónleika hjá Sinfoníuhljómsveit Norðurlands og Garðari Cortes - nokkuð góðir tónleikar. Jólahlaðborð á Kea og komin í háttinn fyrir miðnætti gamla settið alveg sprungin.
Nú er bara að kortleggja næstu viku, baka, finna jóladótið og allt það.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:20 | Facebook
Athugasemdir
Heil og sæl.
Til hamingju með stækkunina á Höllinni. Þetta gengur vonandi allt eins og til er ætlast.
Njóttu jólafrísins Bjarkey mín.
kveðja Helga Dögg
Helga Dögg (IP-tala skráð) 20.12.2007 kl. 13:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.