Frábær matur og skemmtun í Tjarnarborg

Var að koma heim ásamt Jódísi Jönu eftir að hafa notið góðs matar, söngs og spils sem fólk af erlendum uppruna búsett í Ólafsfirði bauð okkur upp á ásamt deild Rauða krossins hér í firðinum eins og ég hef áður sagt.

Reglulega gaman að sjá allt þetta fólk og mæting annarra Ólafsfirðinga var frábær, fullt hús og þurfti að bæta við borðum. Tek undir orð séra Sigríðar Mundu þegar hún vonaði að þetta yrði bara byrjunin á góðum samskiptum allra sem hér byggju.

Tók nokkrar myndir en myndskilyrðin í Tjarnarborg eru ekki góð.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Á vef KHÍ kemur fram að opnunarathöfn og -fyrirlestri verði sjónvarpað á vef: http://sjonvarp.khi.is/

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 17.10.2007 kl. 20:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband