Mörg afmæli

Hér í Ólafsfirði hefur ríkt einmuna veðurblíða síðustu daga, hitinn um 17°og sólin skinið. Í dag er hins vegar frekar rakt og hitinn 7°enn sem komið er.

Ýmislegt hefur gerst undanfarna daga hjá mér og mínum. Ég seldi íbúðina mömmu og fyrirliggjandi hjá mér að pakka niður dótinu hennar og koma því í geymslu. Ásgeir bróðir var hér og ekki um helgina. Hann var í gæsaveiði með Andra í Skagafirði og kom aðeins á fimmtudaginn til að svíða og reykja það sem veiðst hafði og gisti svo. Við fórum til mömmu ásamt Klöru Mist sem kom á miðvikudaginn.

Klara Mist varð sem sagt tvítug á fimmtudaginn 11. október og ómægod hvað við eigum fallega og heilbrigða stelpu. GrinHeart Við ákváðum að fara með hana og systur hennar, Jódísi Jönu út að borða í gærkveldi og varð Strikið fyrir valinu. Fengum þar fínan mat og fórum síðan heim og slökuðum í pottinum. Í dag er svo kaffiboð fyrir stórfjölskylduna.

Rauði krossin, Ólafsfjarðardeildin, býður gestum og gangandi að skoða sjúkrabílinn og skyndihjálparbúnað í dag í tilefni af kynningarviku. Einnig á Hornbrekka, dvalarheimilið, 25 ára afmæli og eru kaffi og kökur þar í boði. Á miðvikudaginn stendur svo Rauði krossinn fyrir opnu húsi í Tjarnarborg þar sem íbúar af erlendum uppruna kynna land sitt og þjóð.

Það vill svo skemmtilega til að nemendur í 3. bekk, þar sem Jódís mín er, fengu verkefni þessu tengt og enn skemmtilegra er að umsjónakennarinn þeirra óskaði eftir því við mig að mínir nemendur í 7. - 8. bekk aðstoðuðu þau við vinnuna. Það gerðum við og má sjá myndir af því á heimasíðu Grunnskólans. http://barnaskoli.olafsfjordur.is undir myndasíðuhnappnum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband