Óvissuferð - afmæli og fleira

Best að byrja á því að segja frá því að minn kæri átti afmæli þann 13. sept. og sullaði ég í nokkrar kökur af því tilefni. Ég fór reyndar í óvissuferð með samstarfsfólki mínu í skólanum það kvöld sem var mjög skemmtileg. Ég fékk mér svo bara kökur þegar ég kom heim og var með þær í vélindanu þegar ég fór að sofa. Annars fórum við að skoða Héðinsfjarðargöng og var það áhugavert. Þau verða tvíbreið um átta metrar á breidd og átta og hálfur á hæðina að sögn Björns Harðar sem hefur umsjón með verkinu.

Nú svo lá leiðin upp að hitaveituskúr þar sem heitt kaffi og baylis beið okkar svo fórum við í gaggann þar sem Maggi mágur tók á móti okkur og við sungum nokkur lög sem hann tók upp. Diskur verður hugsanlega gefinn út til styrktar ferðasjóðnum okkar Cool segi svona.

Þaðan fórum við inn á Árskógsand og skoðuðum bruggverskmiðju Kalda sem mér finnst frábært framtak og hreint æðislegt að einhver þori að demba sér út í bisness. Við enduðum svo á Hótel Sóley hjá Adda Sím. sem gaf okkur góða súpu og salat að borða.

Annars var yndislegt veður í gær föstudag, sólin skein og himininn var líka svona fallega blár.Grin Það bjargaði eiginlega bömmernum sem var tilkominn vegna snjós í fjallstoppum og rigninga undanfarnar þrjár vikur.

Annars þurfti ég að skjótast á fund á Sigló um hádegisbilið sem er ekki í frásögur færandi en þegar við komum á Lágheiðina var verið að reka fé í Fljótin og við sundruðum að sjálfsögðu blessuðum rollunum gangnamönnum eflaust til mikilla ama.

Þegar ég kom heim um kaffileytið fór ég til mömmu og síðan í göngu með hundana á Skeggjabrekku. 

Fyrri hluti kvöldsins fór í bókhald og hinn síðari í sjónvarpsgláp þar sem ég horfði á mynd með hinum sænska lögreglumanni Kurt Wallander en ég hef lesið allar bækur sem þýddar hafa verið á hið ylhýra um þennan fína lögreglumann.Wink

Nú er kominn tími á koddann Sleeping- leikur hjá Man.Utd í fyrramálið og ég ætla að sitja og horfa í náttfötunum með tertusneið og gott kaffi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband