Meðgjöf í Ólafsfirði
5.9.2007 | 19:28
Gat ekki annað en glaðst yfir því að forseti bæjarstjórnar Fjallabyggðar skyldi segja frá því í fréttum sjónvarpsins áðan að bærinn hyggðist bjóða þeim sem byggja vildu íbúðarhús í Ólafsfirði meðgjöf uppá 500.000 þús. þ.e. með því að lækka lóðaverð.
Helgi minn lagði það nefnilega til á fundi skipulags- og umhverfisnefndar um daginn að þetta yrði gert og samþykkti nefndin það. Ekki treysti þó formaður bæjarráðs sér til að taka málið fyrir á bæjarráðsfundi daginn eftir þar sem hún hafði ekki rætt málið í sínum hóp. Skil það reyndar vel en á sama tíma fór formaður nefndarinnar í útvarpið og tjáði sig um málið - þurfti greinilega ekki að ræða við sitt fólk.
En þetta er það sem fyrrverandi meirihluti bauð uppá og ekki spurning að verið er að taka rétta ákvörðun.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:32 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.