Skólar og ráðningar
12.8.2007 | 10:31
Hef velt því fyrir mér í kjölfar fjölgunar Hjallastefnuskóla hvers vegna ekki er hægt að reka skóla með Möggu án þess að einkvæða. Vissulega vill hún fá að stjórna og í sjálfu sér ekkert óeðlilegt við það en það gerir stefnuna ekki betri að hún sé í einkarekstri, óttast reyndar fjölgunina og tel að nú gætu önnur sjónarmið farið að ráða ferðinni en hugsjónin ein.
Það má líka velta því fyrir sér af hverju talað er um einkarekstur þegar slíkir skólar fá framlag frá ríkinu til jafns við aðra skóla og auk þess fé frá atvinnulífinu eða annars konar styrki.
Það kom að máli við mig leikskólakennari sem langaði að flytja norður en fékk ekki vinnu að henni stæði til boða vinna á leikskóla einum hjá Hjallastefnunni og þar fengi hún 330 þúsund í laun á mánuði með vinnutímann 8-15. Hún væri ekki nema rétt hundrað þúsund krónum hærri en ég grunnskólakennarablókin ef hún ákveður að taka þessu starfi.
Starf kennarans snýst ekki bara um hugsjón, ekki heldur í Hjallaskólum, heldur líka um laun og er ég ánægð ef hægt er að borga betur en finnst það óeðlilegt að ríkið styrki einkaframtakið til þess einvörðungu en ekki opinbera skóla.
Enda sýnir það sig að 69 kennara vantar við grunnskóla Reykjavíkurborgar og bið eftir leikskólaplássi vegna manneklu eykst. Hvað er skrýtið við þetta?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það er nefnilega það. Sjá færslu mína og einnig skeleggt innlegg Kristínar Dýrfjörð. Eiríkur Jónsson sagði í Sjónvarpinu að miða ætti laun kennara við að vera samkeppnisfær á þenslutímum en ekki samkeppnisfær á samdráttartímum eins og þau reyndar virðast vera.
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 12.8.2007 kl. 20:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.