Bæjarstjórnarfundur á Sigló

Kom heim af bæjarstjórnarfundi frá Siglufirði kl. 21 og var seinni umræða um ársreikningana eitt af málunum sem á dagskrá var. Þeir koma ágætlega út enda var ráðist í erfiðar aðgerðir af hálfu fyrrum meirihluta hér í Ólafsfirði þegar hitaveitan var seld sem skilaði því m.a. að hægt var að greiða niður skuldir beggja vegna í Fjallabyggð. Við bókuðum um ársreikningana sem og meirihlutinn og má sjá það í fundargerð á http://olafsfjordur.is

Nú svo voru leikskólagjöldin hækkuð um 5% sem er svolítið undarlegt í ljósi þess að allir flokkar töluðu um fyrir kosningar að leikskólinn væri fyrsta skólastigið sem ætti að vera gjaldfrjálst, sérstaklega Framsóknarmenn. Verið er að samræma gjaldskrár og liðir því ýmist hærri eða lægri en áður var öðru hvoru megin í Fjallabyggð en engu að síður er þessi ákvörðun ekki í samræmi við yfirlýsingar kosningabaráttunnar.

Nú ég spurði um malbikunina á Þverbrekku hér í Ólafsfirði sem átti sér stað fyrir helgi. Í síðustu viku var bæjarráð að ákveða að fresta gatnaframkvæmdum í Ólafsfirði þar sem þær voru ekki á fjárhagsáætlun.

Margt skrítið í kýrhausnum - ábyrg fjármálastjórn. Það er eiginlega fyrirkvíðanlegt að hugsa til endurskoðaðrar fjárhagsáætlunar ef fram heldur sem horfir afar margt sem þangað hefur verið vísað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband