Gott hjá Jóhönnu
3.7.2007 | 19:41
Verð að lýsa ánægju minni með ákvörðun Jóhönnu um að gera þeim sem minna eiga af aurunum tækifæri til að nýta Íbúðalánasjóð betur enda margir sem ekki geta leitað annað eftir fjármögnun á íbúðarhúsnæði. Svo er bara að vona að þetta hafi góð áhrif á markaðinn og íbúðaverð verði skaplegt.
Sumir vilja þó halda því fram að lækkun hámarkslána hafi ekki slegið á íbúðarverð síðast og muni ekki gera það núna þar sem bankarnir taki bara við. Íbúðaverð á landsbyggðinni muni hins vegar lækka - það þykir mér ekki gott sem þar bý. Kominn tími til að bankarnir axli sína ábyrgð í þessum málum.
Jóhanna Sigurðardóttir: Mikilvæg skilaboð út á markaðinn" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 4.7.2007 kl. 09:28 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.