Mun betri skipting hjá Sollu
22.5.2007 | 21:49
Jæja þá eru stólarnir á hreinu. Það má Ingibjörg eiga að hún passar uppá kynjajafnvægi enda á Samfylkingin nóg af frambærilegum konum sem og körlum.
Þórunn er sérfræðingur á sviði umhverfismála að sögn Ingibjargar og hún var lika á móti Kárahnjúkum svo við verðum að binda vonir við stóriðjustopp.
Hin ráðuneytin komu ekki á óvart, Möllerinn hefði ekki getað farið í neitt annað ráðuneyti en samgöngumálin og bindum við Fjallabyggðabúar í Norðausturkjördæmi miklar vonir við hann.
Jóhanna komin í gamalkunnugt ráðuneyti og rifjuð upp atvik í kringum það þegar hún sagði af sér og stofnaði Þjóðarflokkinn. Jóhanna ætlar að vera þægari núna en þá að hennar sögn enda var hún eina konan þá en nú eru þær fjórar. Hennar tími er sem sagt kominn.
Nú Össur er iðnaðarráðherra og ánægður með sig. Ferðamálin verða undir honum komin nú og er það víst það sem allir vilja byggja á nú um þessar mundir þannig að nú er lag - eða hvað? Hann boðar í það minnsta sátt í málaflokkum sem undir hann heyra.
Björgvin sem viðskiptaráðherra - já sá hann alltaf fyrir mér sem menntamálaráðherra en það var víst ekki laust enda eina kona sjallanna í því embætti.
Nú er bara að bíða eftir stjórnarsáttmálanum í fyrramálið og hefjast svo handa í stjórnarandstöðunni við að rukka um efndir.
Þar standa Vinstri græn vaktina - það er nokkuð ljóst.
Þrjár konur og þrír karlar ráðherrar fyrir Samfylkingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:52 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.