Uppskeruhátíð
18.5.2007 | 13:36
Fór á uppskeruhátíð Vinstri grænna á Akureyri á miðvikudagskvöldið. Þar var margt um manninn og rífandi stemming. Hér að ofan er mynd af þessum frábæru frambjóðendum í 1. - 4. sæti í Norðaustur þeim: Steingrími, Þuríði, Birni Val og Dýrleifu Skjóldal.
Flestir að skrafa um stjórnarmyndunarviðræðurnar sem þá voru uppi og sitt sýndist hverjum. Steingrímur og Þuríður fóru almennt yfir málin og sögðu sögur úr kosningabaráttunni. Nú á að fara að rífa húsnæðið okkar og byggja nýtt á þessu svæði. Við fáum þar inni en ekki er laust við að maður komi til með að sakna þess þótt hið nýja verði örugglega mjög skemmtilegt. Eitt af mörgu skemmtilegu hjá okkur í VG er sú staðreynd að þau sem skipa 2. og 3. sætið í Norðaustur, Þuríður og Björn eiga bæði maka sem einnig heita Þuríður og Björn.
Ég er ekki spennt að fara í stjórn með sjöllunum enda hefur mér ekki fundist það gefast vel minni flokkum hingað til. Ekki það að eins og staðan er í dag er Samfylkingin greinilega tilbúin að slá meira af kröfum sínum til að fá embætti heldur en Vinstri græn myndu gera að ég tel. Ekki það að ekkert er í hendi enn svosem en ég hef litla trú á að þetta takist ekki enda spáði ég þessu stjórnarmynstri fyrir kosningar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:37 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.