Sumardagurinn fyrsti
19.4.2007 | 23:47
Ég hef nú einungis bloggað hér um pólitík og haldið úti annarri síðu þar sem ég blaðra um daginn og veginn en breyti út af í dag og set þessa færslu hér líka. Það er svo umhugsunarvert hvort maður á að halda úti mörgum síðum. Rökin eru þó þau að mér hefur þótt gott að aðskilja hið "pólitíska líf" og fjölskylduna en svo má segja að lífið sé tóm pólitík hvernig sem á það er litið.
En annars - dásamlegur dagur í dag. Ljúfar sumarkveðjur til ykkar lesenda.
Sumarið fagnar okkur með sól og blíðu hér heima og líka í Hlíðarfjalli þar sem við hvöttum snúruna okkar til dáða. Hún stóð sig vel þrátt fyrir að ætla að hætta við í nokkur skipti þennan klukkutíma sem hún beið þar til hún var ræst út í braut.
En sú stutta hafði sig í gegnum göngubrautina og datt bara einu sinni í lokabeygjunni og var svakalega ánægð þegar hún kom í mark.
Við fórum á Glerártorg í snarl og síðar ætluðum við að fá okkur kaffi og með því í Vín en þar var ekkert að hafa í tertum. Það dugar nú ekki fyrir þessa fjölskyldu og því var haldið í Kaffi rós og má segja að þar hafi verið úr fáu að velja líka. Við létum okkur þó hafa það og síðan fóru þær systur í sund. Við litum við hjá Gúlgu og Boga á meðan.
Héldum svo af stað heim á leið enda vinna í fyrramálið hjá okkur og svo er bara að bruna aftur inneftir og sjá hana á morgun.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.