Við erum....
18.1.2007 | 23:02
Það er nefnilega það við erum það sem við skrifum hvort heldur um sjálf okkur eða aðra á netinu. Það vill gjarnan brenna við að ungt fólk lýsir athöfnum sínum á frekar "röffaðan" hátt en áttar sig ekki á því að með því er það að gefa öllum - ekki bara vinunum ákveðna mynda af sér sem einstaklingi.
Þetta framtak AUGA OG SAFT er alveg frábært og auglýsingarnar hitta í mark að mér finnst. Of mikið er um ljót orð á netinu og allir ekki bara ungt fólk þarf að gæta orða sinna þar sem "allir" geta lesið þar sem þar er skrifað.
Ég kenni ungu fólki tölvunotkun og tel mig því vita nokkuð vel að mikið er hægt að bæta eftirlit með "umferð" þeirra á netinu.
Jákvæð og örugg netnotkun í stað eineltis og svívirðinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.