Frábært framtak hjá Spánverjunum

Það er ánægjulegt að lesa að borgaryfirvöld í Madrid skuli standa við það bann er sett var í september. Það hefði verið svo auðvelt að skýla sér á bak við öll þau mótmæli sem fram komu síðast og hætta við allt saman.

En gott hjá þeim. Átröskun er svo greinilega almennt vandamál hjá fyrirsætum og má velta því fyrir sér hvort þær/þeir eru ekki miklu fleiri hér áður fyrr sem dóu vegna þessa sjúkdóms sem þá var ekki talað um.

Mér þykir nú stuðulinn vera svakalega lár samt sem áður þar sem (BMI) sem krafist er er einungis 18 samsvarar 56 kg miðað við 1,75 m hæð. Ég hef nú talist vera nokkuð nett ein 53 kg og 1,58 m á hæð. Hvað þá ef ég bætti við mig einum 17 sentimetrum.


mbl.is Of mögrum fyrirsætum aftur meinað að sýna í Madríd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurpáll Björnsson

Að mínu mati, svona næringarlega séð og útlitslega, þá er BMI stuðull 18 of lágur. Nær væri að tala um 19,5 til 20,5 svo eitthvað sé á líkama viðkomandi fyrirsætu til að "sýna" fötin. 

Sigurpáll Björnsson, 14.1.2007 kl. 20:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband