Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Glæsilegt
2.4.2009 | 18:42
Fylgi Vinstri grænna í Norðausturkjördæmi eykst verulega samkvæmt nýrri skoðanakönnun Capacent Gallup, aðallega á kostnað Framsóknarflokksins. Fylgi VG í kjördæminu mælist nú 35,4 % en í síðustu könnun var fylgi flokksins 28,2 %. Hinir þrír stóru flokkarnir tapa. Fylgi Framsóknarflokksins mælist nú 21,7 % , tapar 5,8 prósentustigum frá síðustu könnun. Samfylkingin tapar 3,2 stigum, fylgið mælist nú 21,3 %. Sjálfstæðisflokkurinn tapar tveimur prósentustigum , fylgi flokksins nú er 15,8%. Borgarahreyfingin fengi 3 % fylgi, væri kosið í dag.
Álag á há laun
29.3.2009 | 11:03
Tillögur VG um álag á há laun
Tillögur Vinstri grænna ganga út á að á tekjur yfir 500.000 kr. á mánuði (1.000.000 hjá hjónum) leggist 3% álag (hátekjuskattur) en á tekjur yfir 700.000 kr. (1.400.000 hjá hjónum) leggist 5% álag í viðbót (8% samtals). Rétt er að taka fram að álagið myndi aðeins leggjast á þær tekjur sem eru yfir þessum mörkum en leggjast ekki á allar tekjur viðkomandi einstaklings. Allt tal um skattagildrur er því á misskilningi byggt.
Hvað þýðir þetta í krónum talið? Dæmi. Einstaklingur með mánaðartekjur 500.000 kr. eða minna borgar ekkert aukalega samkvæmt þessum tillögum. (Meðallaun Íslendinga eru 368.000 kr. á mánuði svo að meðal Íslendingur myndi ekki borga krónu í hátekjuskatt.) Sá sem er með 600.000 kr. myndi borga 3.000 aukalega (3% af 100.000), sá sem er með 700.000 kr. myndi borga 6.000 kr. aukalega (3% af 200.000). Sá sem er með mánaðartekjur upp á 800.000 myndi borga 14.000 (3% af 200.000 plús 8% af 100.000) en sá sem er með 900.000 kr. á mánuði 22.000 aukalega (3% af 200.000 plús 8% af 200.000). Og svo framvegis.
Hversu mikið kæmi í hlut ríkisins? Sé miðað við laun í september 2008 en þau lækkuð um 4% til að leiðrétta fyrir fyrirsjáanlega launalækkun kæmu 3,4 milljarðar í hlut ríkisins á ári. Sú tala yrði líklega eitthvað lægri nú en stærðargráðan á tekjum ríkisins af svona álagi er um 3 milljarðar.
Hversu margir myndu borga álagið? Miðað við sömu tölur og að ofan (laun í september 2008 lækkuð um 4%) myndu 17.400 einstaklingar borga 3%-álagið. Það eru um 7,5% skattgreiðenda. Með öðrum orðum væri vel yfir 90% skattgreiðenda hlíft við nokkru álagi. 8.200 manns eða 3,5% skattgreiðenda myndi borga 8% álagið. Athugið að ef laun lækka almennt fækkar þeim sem borga hátekjuálagið.
Aðstæður bæjarfulltrúa í Fjallabyggð
18.3.2009 | 09:09
Það er ekki ofsögum sagt að leiðin á milli byggðakjarna getur verið löng og ekki síst þegar við þurfum að fara á bæjarstjórnarfundi sem hefjast kl. 17.
Fundirnir eru haldnir til skiptist í bæjarkjörnunum, Siglufirði og Ólafsfirði og undanfarna þrjá fundi höfum við fulltrúarnir sem búum í Ólafsfirði þurft að keyra lengri leiðina þar sem Lágheiðin er ekki mokuð. Vegalengdin er um 240 km. aðra leiðina.
Við Villa ákváðum að fá góða félaga til að keyra okkur yfir Lágheiðina á snjósleða þar sem veður var ljómandi gott og tók það klukkutíma þ.e. frá húsdyrunum heima og að ráðhúsinu í Siglufirði. Mokað var fram að Vermundastöðum og þangað keyrðum við og fórum síðan á sleðum yfir Lágheiðina en við Þrasastaði vorum við sóttar á bíl.
Ferðin var mjög skemmtileg og ekki síðri í myrkrinu í gærkveldi en við lögðum af stað frá Siglufirði rétt um kl. 22.
Ég þakka þeim félögum kærlega fyrir að nenna að fara með okkur - ég er ekki alveg orðin nógu vel ökufær á sleða til að þora að keyra ein en það stendur til bóta. Þeim sem komu okkur fram og til baka að Þrasastöðum - takk kærlega.
Í bili.........
Stjórnmál og samfélag | Breytt 22.3.2009 kl. 23:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Framhaldsskólinn
16.3.2009 | 22:35
Loksins, loksins þá er okkar langþráði skóli að verða að veruleika. Mikil stemming ríkti í Tjarnarborg í dag þegar Katrín Jakobsdóttir, menntamálastýra, Þórir Kr. Þórisson bæjarstjóri í Fjallabyggð og Svanfríður Jónasdóttir, bæjarstjóri Dalvíkurbyggðar, fyrir hönd Héraðsnefndar Eyþings undirrituðu samkomulag um stofnun og byggingu nýs framhaldsskóla við utanverðan Eyjafjörð.
Dramatíkin var mikil, fólk spratt úr sætum sínum þegar undirskrift var lokið og klappaði mikið og svei mér þá stöku tár sást á hvarmi. Þetta skiptir nefnilega gríðarlegu máli fyrir samfélagið og framtíð þess.
Ég er nokkuð viss um að brosið verður breiðara á íbúum Fjallabyggðar næstu vikurnar og lyftir lundinni til muna.
Í bili...
Framhaldsskóli verður að veruleika | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Framhaldsskóli í Fjallabyggð
14.3.2009 | 09:46
Jæja þá er draumur okkar margra að verða að veruleika. Undirritun um stofnun framhaldsskóla við utanverðan Eyjafjörð fer fram á mánudaginn í Tjarnarborg kl. 11:30.
Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðstýra, mun þar skrifa undir ásamt Þóri bæjarstjóra í Fjallabyggð og Svanfríði bæjarstjóra Dalvíkurbyggðar (fh. Hérðasnefndar Eyjafjarðar).
Fólk er hvatt til að vera viðstatt undirskriftina.
Þá er loks að sjá fyrir endann á þessu langþráða máli sem fyrrum menntamálaráðherra þeirra Sjálfstæðismanna var búin að draga lappirnar með og setja ofan í skúffu.
Ég er viss um að þetta kemur til með að hafa gífurleg áhrif á okkar litla samfélag. Það skiptir miklu máli, á allan hátt, að hafa unga fólkið heima lengur og hafa það virkt í samfélaginu. Auk allra annarra áhrifa sem því fylgir að reisa slíkan skóla.
Ég hlakka til að taka þátt í þessu uppbyggingarstarfi sem framundan er.
Í bili.........
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ánægjulegt
9.3.2009 | 14:55
Mikið rosalega er ég ánægð með að hún vilji vinna með ríkisstjórninni. Ekki spurning að þarna er á ferð kjarnmikil kona með mikla reynslu sem vill taka á málunum með trukki og dýfu.
Ná í þessa þjófa sem settu landið á hvolf takk og það strax.
Eva Joly ráðleggur ríkisstjórn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Skynsamlegt
8.3.2009 | 17:40
Verð að segja það að þetta er skynsamleg ákvörðun hjá Ingibjörgu Sólrúnu. Ég taldi reyndar að hún ætlaði að gera þetta um daginn en þá ákvað hún að vera með áfram.
Fólk sem glímir við svo erfið veikindi sem hún er að gera á að beita skynseminni og gefa sjálfu sér tíma til að ná heilsu. Lífið er ekki bara pólitík þótt manni þyki það á stundum skipta mestu máli.
Vona að Dagur B. muni skella sér í formanninn.
Ingibjörg Sólrún hættir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flökurt
7.3.2009 | 09:48
Það er eiginlega ekki hægt að segja annað en að manni verði flökurt. Þetta hlýtur að vera orðið nóg til þess að gefa út ákærur á menn. Upphæðirnar eru svo óraunverulegar - pappírspeningar - sem þessir menn léku sér með og settu þjóðina á hausinn.
Það á að nota öll möguleg tækifæri og gefa út ákærur á þetta fólk þannig að hægt verði að kyrrsetja eigir þess áður en þeim verður öllum komið enn "betur" fyrir þar sem þær aldrei finnast.
500 milljarðar til eigenda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Afmælisvísa
4.3.2009 | 22:56
Fékk uppörvandi símtal frá vini mínum Ólafi Þór áðan sem var afar gott. Hann sendi mér líka afmælisvísu um daginn á fésinu sem hljómar svona.
og ferlega sniðugt og sei sei.
Bókin sú gerir mér lífið létt,
til lukku með daginn, Bjarkey !
Sjúklingurinn sem dó
4.3.2009 | 18:49
Það var ekki læknirinn sem brást eða aðgerðin sem mistókst - sjúklingurinn bara dó.
Þvílík afneitun.
Hér var ekki hörð frjálshyggja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |