Ábyrgðaleysi

Það var frekar dapurt að heyra í Geir Haarde í kvöld í sjónvarpinu maðurinn er í einhverjum öðrum veruleika held ég en við hin - flest. Þrátt fyrir að afar fáir hafi trú á stjórnvöldum, hvort heldur innanlands eða utan, þá telur hann ekki ástæðu til að stjórnin fari frá. Nei hann og hans fólk kann og getur allt best öðrum er bara ekki treystandi til að veiða upp úr því djúpa fljóti sem hann og hans föruneyti er búið að koma þjóðinni í. 

Spaugstofan fór vel með þetta í síðasta þætti þar sem Geir virðist bara heyra það sem honum hentar - spurning hvort hann var með þessa sömu heyrn í gær þegar hæst lét fyrir utan Alþingi. Hann hefur hins vegar ekki komist hjá því að alla vega sjá í dag þegar hann var umkringdur reiðu fólki. 

Það má svo velta því fyrir sér hver ábyrgð formanns Samfylkingarinnar er í þessu öllu. Sökum veikinda sinna er henni hlíft við gagnrýninni en er það ekki ábyrgðarhluti að mæta svo veik til starfa í haust eins og hún gerði?  Það er ekki verið að tala um einhverjar smotterísákvarðanir sem teknar hafa verið fyrir hönd þjóðarinnar.

Geir segist hafa talað við hana í dag en svo fundar Samfylkingarfólk, þingmenn og almennir félagar þar sem þeir tala allt annað tungumál en það sem Geir flutti í kvöld eftir að hafa sammælst við Ingibjörgu. Er nema von að fólk sé æst, reitt og óttaslegið um framtíðina. Hverjum er að trúa í þessu öllu saman?

Svo er auðvitað hin stóra spurning sem forsætisráðherra og utanríkisráðherra hafa ekki enn fengist til að svara. Hvað þarf til að ríkisstjórn segi af sér? 

Þetta er náttúrulega lenska hér í Bananalandi að allt sé leyfilegt í ríkisstjórn og engin ástæða til að fólk segi sig laust frá þessum stólum þrátt fyrir að brjóta á þjóðinni með þeim hætti sem gert hefur verið.

Myndum þjóðstjórn og boðum til kosninga. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er nú mjög svo á móti samfylkingunni systa góð eins og þú veist ..... en ég held að ef við förum að boða til kostningar þá verður allt óstarfhæft hérna í 3 til 4 mán og svo ef nýjir komast til valda þá finna þeir upp hjólið á nýtt og við lendum á byrjunarreit ....... það á að hreinsa til í báðum flokkum sem eru við völd núna og seðlabankanum og svo að leyfa þeim að klára þetta ....... við erum víst ekki sammála þarna .....

Helga (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 21:38

2 Smámynd: Björgvin R. Leifsson

Það verður ekkert óstarfhæft hér. T.d. getur forseti Íslands myndað utanþingsstjórn, sem starfar þar til ný stjórn verður mynduð að loknum kosningum.

Björgvin R. Leifsson, 21.1.2009 kl. 21:52

3 identicon

Haldið þið virkilega að það muni gerast .......

Helga (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 21:55

4 Smámynd: Björgvin R. Leifsson

Áttu við að stjórnin segi af sér? Já ég held það. Varðandi stjórnarmynstur fram að kosningum virðast 3 kostir koma til greina; þjóðstjórn, utanþingsstjórn eða minnihlutastjórn VG og krata með stuðningi frammara. Mér hugnast utanþingsstjórn best.

Björgvin R. Leifsson, 21.1.2009 kl. 22:15

5 identicon

Æðislegt að heyra. Innilegar hamingjuóskir til hans og fjölskyldunnar.

Langt á milli bæjarhlutanna þessa dagana en kem í heimsókn um leið og verður fært.

Kv. Bylgja

Bylgja Hafþórsdóttir (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 19:45

6 identicon

Sæl.

Er ekki tímabært að VG eins og aðrir taki til í sínum ranna, þeir sem sitja á þingi fyrir þann flokk hefur lítið gert sem sómi er af. Það er fáar úrlausnir sem þeir kollegar Steingrímur og Ögmundur hafa fram að færa, í það minnsta koma þeir sér undan að svara eins og virðist vera mesta list stjórnmálamanna.

Kosningar verða það er klappað og klárt og svo er bara að sjá hvernig tekst til.

Kveðja innan úr firði...

Helga Dögg (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 21:42

7 identicon

Af hverju ætti VG að þurfa að taka til í sínum ranni, Helga Dögg? Hefur VG eitthvað komið að stjórnun þessa lands s.l. ár sem ekki er sómi af? VG var og er hins vegar sá flokkur sem barðist sem mest á móti þeirri spillingu sem nú tröllríður landi og miðum. En VG var stimplað sem nei flokkurinn og alltaf á móti öllu. En nú er komið í ljós að þeir höfðu mikið til síns máls, enda sína skoðanakannir það. Ég þoli ekki að fólk setji alla flokka og alla þingmenn undir sama hatt og þingmenn og ráðherra ríkisstjórnarinnar. Eigum við ekki að lofa þeim að reyna sig fyrst, síðan verða verk þeirra dæmd. Ef við gerum það ekki þá þýðir ekki fyrir ný framboð að reyna sig, sumir dæma alla fyrir afglöp fárra.

En eitt er morgunljóst, Sjálfstæðisflokkurinn þarf að fá langt frí.

kv.Helgi J.

Helgi J (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 22:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband