Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007

Saharahiti

Jaeja gott fólk hér er mjog heitt og á gódri íslensku ekki hundi út sigandi vegna vedurs. :lol:  Ég hef ekki litid nema einu sinni á tolvuna og ákvad ad blogga ekki fyrr en ad viku lidinni - klippa svolítid á tengslin.:haha:

Tannig ad nú er fyrsta vikan lidin og var hún alveg ljómandi gód ég kvartadi reyndar yfir kulda á kvoldin og nú er mér nuddad upp úr tví tar sem hitinn er í dag 47º C segi tad og skrifa. 8) Fullmikid af tví góda tar sem hér blása vindar frá Sharaeydimorkinni tví vid erum svo nálagt Afríku. Atla reyndar ad spyrja Sigga storm ad tví hvad slíkur vindur "hitar" mikid tví vid Íslendingar tolum svo oft um ad vindurinn heima "kaeli" og hitastigid tví oft laegra en ella.;) Enginn í fjolskyldunni samt brunninn tví vid erum svooo varkár. :lol:

Nýr hópur kom seint í gaerkveldi og er ekki ofundsverdur af tví ad koma í slíkan hita á fyrsta degi. :S

En vid erum búin ad vera á stodugu ferdalagi og hofum medal annars farid í dýragard, vatnsrennibrautargard, á úlfaldabak, í kafbát svo fátt eitt sé talid. Á morgun aetlum vid ad leigja bíl og keyra svolítid um eyjuna og skoda fleira markvert enda spáin fyrir morgundaginn svipud og í dag og tví lítid betra ad gera en ad vera í loftkaeldum bíl og njóta útsýnis tessarar fogru eyjar. :D 

Nú svo tad sem mér tykir skemmtilegast ad fara út ad borda en vid hofum prófad nýjan stad á hverju kveldi og aldrei ordid fyrir vonbrigdum. Í kvold á ad borda á hótelinu tar sem enginn treystir sér til ad ganga úti og sverma fyrir matsolustad.:P

Segjum tetta gott í bili.....

Bjarkey


Ekki leti

Jæja gott fólk þá erum við að leggja í hann, morgunsturtan búin og ekki seinna vænna en að hafa sig af stað. Það orsakast ekki af leti að hér hefur ekki verið skrifað ég hreinlega hef verið svo upptekin að það hálfa dygði. Ekki orka í að eyða örfáum mínútum í einhver skrif hér undanfarið heldur kosið að verja þeim annarsstaðar.Crying

Við höfum verið með auka hund í 3 vikna pössum og ætlum að skila honum Hrappi til síns heima í dag og kíkja aðeins á Klöru Mist, Davíð kom í gær og er klár í hundapössunina.

Gistum í Keflavík í nótt og síðan er það Leifsstöð undir hádegi á morgun og áætluð lending á Lanzarote annað kvöld en þar er hálfsmánaðar dvöl framundan.

Veit ekki með blogg á meðan - sjáum til með það.

Kveðja góð í bili.........

Bjarkey


Bæjarstjórnarfundur á Sigló

Kom heim af bæjarstjórnarfundi frá Siglufirði kl. 21 og var seinni umræða um ársreikningana eitt af málunum sem á dagskrá var. Þeir koma ágætlega út enda var ráðist í erfiðar aðgerðir af hálfu fyrrum meirihluta hér í Ólafsfirði þegar hitaveitan var seld sem skilaði því m.a. að hægt var að greiða niður skuldir beggja vegna í Fjallabyggð. Við bókuðum um ársreikningana sem og meirihlutinn og má sjá það í fundargerð á http://olafsfjordur.is

Nú svo voru leikskólagjöldin hækkuð um 5% sem er svolítið undarlegt í ljósi þess að allir flokkar töluðu um fyrir kosningar að leikskólinn væri fyrsta skólastigið sem ætti að vera gjaldfrjálst, sérstaklega Framsóknarmenn. Verið er að samræma gjaldskrár og liðir því ýmist hærri eða lægri en áður var öðru hvoru megin í Fjallabyggð en engu að síður er þessi ákvörðun ekki í samræmi við yfirlýsingar kosningabaráttunnar.

Nú ég spurði um malbikunina á Þverbrekku hér í Ólafsfirði sem átti sér stað fyrir helgi. Í síðustu viku var bæjarráð að ákveða að fresta gatnaframkvæmdum í Ólafsfirði þar sem þær voru ekki á fjárhagsáætlun.

Margt skrítið í kýrhausnum - ábyrg fjármálastjórn. Það er eiginlega fyrirkvíðanlegt að hugsa til endurskoðaðrar fjárhagsáætlunar ef fram heldur sem horfir afar margt sem þangað hefur verið vísað.


Gott hjá Jóhönnu

Verð að lýsa ánægju minni með ákvörðun Jóhönnu um að gera þeim sem minna eiga af aurunum tækifæri til að nýta Íbúðalánasjóð betur enda margir sem ekki geta leitað annað eftir fjármögnun á íbúðarhúsnæði. Svo er bara að vona að þetta hafi góð áhrif á markaðinn og íbúðaverð verði skaplegt.

Sumir vilja þó halda því fram að lækkun hámarkslána hafi ekki slegið á íbúðarverð síðast og muni ekki gera það núna þar sem bankarnir taki bara við. Íbúðaverð á landsbyggðinni muni hins vegar lækka - það þykir mér ekki gott sem þar bý. Kominn tími til að bankarnir axli sína ábyrgð í þessum málum.


mbl.is Jóhanna Sigurðardóttir: „Mikilvæg skilaboð út á markaðinn"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband