Bloggfćrslur mánađarins, ágúst 2009

Sumarţingi ađ ljúka

Nú er sumarţingi loks ađ ljúka enda sumariđ á enda runniđ og hinir fallegu haustlitir ađ birtast okkur í landslaginu.

Ég get ekki annađ sagt en ađ ţetta hafi veriđ bćđi strembinn og lćrdómsríkur tími hjá mér ţetta sumariđ hér á Alţingi. Stćrstu mál ţjóđarinnar, alla vega síđari tíma, hafa veriđ til umfjöllunar og líklega einnig ţau umdeildustu.

Ţađ er ljóst ađ framundan er áframhaldandi mikil vinna hjá nefndum Alţingis og ţá sérstaklega fjárlaganefnd. Fjárlög nćsta árs verđa strembin og ljóst ađ ţađ verđur hlutverk vinstristjórnar ađ skera niđur og hćkka skatta ţar sem búiđ var ađ keyra hér allt á kaf í sýndarmennskubrjálćđi.

En eins og einhvers stađar er skrifađ ţá birta öll él upp um síđir. Mikilvćgt er fyrir okkur Íslendinga ađ halda í vonina og leggjast á eitt viđ ađ finna nýjar leiđiđr sem byggja á hugviti okkar og ţeim krafti sem í ţjóđinni býr.

Gömul hugmyndafrćđi á ekki viđ og okkar ađ blása lífi í nýjar og góđar hugmyndir telja kjark í hvort annađ og leggja rćkt viđ unga fólkiđ okkar međ ţví ađ búa ţeim ađstöđu sem gerir ţeim kleift ađ fylgja hugmyndum sínum til enda.

Ég tel ekki ađ viđ séum ađ endurreisa heldur ađ byggja nýtt samfélag ég vil heldur ekki endurreisa ţađ sem svo illa lukkađist.

Nýtt samfélag á nýjum grunni leiđir okkur til betra ţjóđfélags ţar sem viđ höfum jafnrétti og brćđralag ađ leiđarljósi.

Í bili.........


Fjárlaganefnd

Ţessi tími minn á alţingi hefur um margt veriđ ólíkur ţví sem ég hef áđur reynt á hinu pólitíska sviđi.

Fundir hafa stađiđ lengi og ógrynni af upplýsingum sem mađur hefur ţurft ađ melta. Margir gestir og ótal margt sem lćrst hefur.

Máliđ umdeilda -Icesave hefur tekiđ mikiđ á og er ég ánćgđ međ ađ frumniđurstađa hefur náđst í svo mikilli sátt međal ţingflokka sem raun ber vitni. Nú hefst hin ţinglega međferđ og fćr vonandi farsćlan endi von bráđar.

En skemmtilegast hefur ţó veriđ ađ ég hef eignast nýja vini ţar sem nálćgđin er óneitanlega mikil viđ nefndarfólk.

Viđ Oddný, samfylkingarkona, höfum mikiđ rćtt karlapólitík og kem ég ađ ţví einhvern tímann síđar.

Í bili.......


Ályktun gegn ađflugsćfingum Nató á Akureyrarflugvelli

Algerlega ónauđsynlegt og engan veginn ásćttanlegt ţetta eilífa hernađarbrölt.

Friđarsinnar á Norđurlandi ályktuđu um komu bandaríska hersins til Akureyrar og fylgir ályktunin hér.

Samtök hernađarandstćđinga á Norđurlandi lýsa furđu sinni á ţví ađ utanríkisráđherra ţjóđarinnar skuli heimila ađflugsćfingar orrustuflugvéla Atlantshafsbandalagsins og vörslu hergagna ţess á Akureyrarflugvelli undir yfirskini loftrýmiseftirlits.

Samtökin krefjast ţess ađ herafli bandalagsins yfirgefi Akureyri án tafar og ađ utanríkisráđherra biđji ţjóđina afsökunar á ţeirri fylgisspekt hans viđ Bandaríkjaher sem hér birtist. Slíkur stuđningur viđ núverandi útţenslustefnu Bandaríkjanna og NATO – í norđurhöfum sem öđrum heimshlutum – ţjónar ekki hagsmunum íslensku ţjóđarinnar og er neyđarleg uppákoma fyrir sitjandi vinstri stjórn.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband