Skemmtilegt fólk

Rauk til Akureyrar í hádeginu á föstudaginn og var í starfsþjálfun eftir hádegi. Um klukkan fjögur hitti ég Helgu Erlings gjaldkera VG-kjördæmisráðs og fékk hjá henni reikningana þar sem hún var að fara til Reykjavíkur.

Átti notalega stund hjá Pálínu og Boga á föstudagskvöldið og vaknaði snemma á laugardagsmorgun og sá litla kút rétt áður en ég rauk af stað á fund.

Fyrst var stjórnarfundur hjá VG og var frábært að fá þau öll norður enda áætlaður góður tími til að spjalla. Klukkan 13:30 var svo komið að stjórnarfundi hjá kjördæmisráði sem ég boðaði til þar sem mér fannst heppilegt að nýta daginn enda formaðurinn á staðnum og mikið upptekinn en við reynum að hafa hann og Þuríði með á stjórnarfundum ef það er nokkur kostur. Við erum svo heppin að vera búin að fá starfsmann sem um leið er aðstoðarmaður Þuríðar. Gott að hafa hjálparhönd við undirbúning funda sem hefur góða tengingu við svæðisformenn í Norðausturkjördæmi.

Þessum fundi lauk kl. 15 en þá hófst fyrsti fundur í fundarröð VG sem hefur yfirskriftina Tökumst á við efnahagsvandann - tillögur Vinstri grænna.

Mjög góð mæting var og flottur fundur. Steingrímur og Svandís fóru yfir helstu aðgerðir sem VG leggja til og síðan voru fyrirspurnir úr sal.

Næstu fundir eru í dag á Neskaupsstað og í Grindavík. Fylgist með á www.vg.is

Eftir fundinn fórum við á Bláu könnuna og áttum góða stund saman þar til sunnan fólkið fór í flug til borgarinnar.

Dagurinn endaði svo á því að minn kæri kom til Akureyrar og við borðuðum frábæran mat og áttu fína kvöldstund hjá Þurý og Bjössa.

Í dag er það bókhaldsvinna þar sem vaskdagur er á morgun og því ekki seinna vænna að hespa því af.

Í bili.......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband