Er fólk kjánar?

Get ekki annað en verið vonsvikin yfir því að ekki skyldi hafa tekist að fella ríkisstjórn ójöfnuðar og einkavæðingar. Spyr mig að því hvort fólk er almennt kjánar þegar kemur að kosningum þ.e. þeir sem ekki hafa makað krókinn í tíð ríkisstjórnarinnar og kjósa Sjálfstæðisflokk og Framsókn af gömlum vana þrátt fyrir að lepja dauðann úr skel og kvarta við eldhúsborðið.

Ég er þó afskaplega glöð með árangur míns flokks - Vinstri grænna - enda klárlega sigurvegarar þessara kosninga. Þingflokkurinn nánast tvöfaldaðist og ekki dæmi um slíkt áður.

Mikið verður skrafað um þessi mál næstu daga og vangaveltur allra verða örugglega túlkaðar á marga vegu eins og hverjum hentar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband