Ađ ríplast

Í gćr voru snjóflóđavarnagörđunum fyrir ofan ţéttbýliđ í Siglufirđi gefin nöfn. Ţađ voru tillögur ţeirra félaga í Örnefnafélaginu Snóki sem hlaut náđ fyrir augum dómnefndar. http://snokur.is Ţetta er heimasíđa ţeirra félaga.

Ég gekk ásamt umhverfisráđherra, samgönguráđherra, bćjarfulltrúum og mörgum fleirum eftir görđunum í ljómandi góđu veđri og fannst gönguleiđin styttri en ég taldi í upphafi. Hvet fólk til ţess ađ sjá garđana "ofan frá" međ ţessum hćtti og horfa yfir bćinn. Ţađ er bćđi hćgt ađ ganga uppá görđunum og eins fyrir neđan ţá ţ.e. ţar sem snjórinn safnast.         

Nöfn  ţvergarđana, taliđ frá suđri:

1.    Hlíđarrípill

2.    Hafnarrípill

3.    Skriđurípill

4.    Skálarrípill

5.    Bakkarípill 

Leiđigarđurinn sem nyrstur er fćr nafniđ:

6.    Kálfur 

Ţeir félagar útskýra orđiđ rípill sem svo: „Rípill er nafn á garđi eđa hrygg í landslagi og er alloft notađ í jarđfrćđi t.d. jökulríplar. Í norđanverđum Héđinsfirđi ( framundan Músardal ) er örnefniđ Rípill.“

Ţeim ţótti viđeigandi ađ segja okkur ađ orđiđ rípill beygist eins og spegill.

Ţess má geta ađ Rípil er einnig ađ finna í Ólafsfjarđmúla.

Ţađ eru líka tvćr tjarnir sem fengu nöfn önnur er viđ innkomuna í bćinn og heitir Bakkatjörn en hin er syđst í bćnum viđ enda garđanna og heitir Bolatjörn.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Rípill beygist náttúrlega líka eins og skrípill

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 14.7.2009 kl. 17:57

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband