Til hamingju Ármann

Ármann er einstakur mađur og afar fjölhćfur. Hann er svo sannarlega vel ađ ţessum verđlaunum kominn. Ég á eftir ađ lesa bókina um Tolkien og Hringinn en bókin Vonarstrćti er mjög skemmtileg aflestrar. Svo var safnađ saman greinum sem hann og fleiri skrifuđu á Múrinn - vefrit og ber sama heiti og er skyldulesning allra sem áhuga hafa á pólitík. Í rökstuđningi međ verđlaununum segir m.a.: 

Ţađ vekur sérstaka athygli í hversu mörgum og ólíkum ritum Ármann hefur birt greinar, og sýnir ţađ međ öđru ţá áherslu sem hann leggur á ađ kynna rannsóknir sínar á sem fjölbreyttustum vettvangi. Ekki síđur endurspeglar ţađ mikla frćđilega breidd ţví hann er jafnvígur á leyndardóma miđaldabókmennta og spennusögur nútímans. Hann virđist ţó hafa sérstakt dálćti á tröllum og öđrum forynjum og ţví til áréttingar skrifađi hann heila bók um Tolkien og Hringinn sem kom út um ţađ leyti sem kvikmyndirnar um Hringadróttinssögu fóru sem eldur í sinu um heimsbyggđina.

Ármann hefur einnig tekiđ mjög virkan ţátt í ţjóđfélagsumrćđu sem róttćkur pistlahöfundur í dagblöđum og á netinu og hafa ýmsir pistlar hans veriđ gefnir út í bókarformi. En hann hefur ekki látiđ ţar viđ sitja. Hann hefur einnig skipađ sér í sveit skáldsagnahöfunda, en fyrsta skáldsaga hans, Vonarstrćti, kom út á síđasta ári. Í henni fjallar hann um eitt ár í lífi langömmu sinnar og langafa, ţeirra Theodóru og Skúla Thoroddsen, ţegar hart var tekist á um Uppkastiđ svonefnda áriđ 1908. Ţó svo ađ ţarna sé skáldsaga á ferđ er augljóst ađ höfundurinn nýtir sér frćđilega ţekkingu sína og tekst ađ tengja söguefniđ viđ önnur tímabil í sögu ţjóđarinnar. Ármann hlaut einróma lof gagnrýnenda fyrir bókina og međ henni hefur hann haslađ sér völl á nýjum vettvangi.

 


mbl.is Ármann Jakobsson hlýtur hvatningarverđlaun
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halli Nelson

Sammála. Ármann er bćđi einstakur og fjölhćfur, sem og Sverrir bróđir hans. Ég var svo heppinn ađ eiga samleiđ međ ţeim í HÍ á sínum tíma, međ Ármanni í íslensku og Sverri í sagnfrćđi. Frábćrir báđir tveir. Innilegar hamingjuóskir til Ármanns međ ţessi verđlaun.

Halli Nelson, 1.7.2009 kl. 15:05

2 Smámynd: Héđinn Björnsson

Ég er sammála ţví ađ Ármann er skemmtilegur penni og án ţess ađ draga í efa frćđistörf hans finnst mér soldiđ spes ađ veita honum hvatningarverđlaun Vísinda- og tćkniráđs og nota svo langan hluta rökstuđningsins í ađ tala um hluti sem ekki tengdist frćđistarfi hans heldur stjórnmála- og listastarfi hans.

Héđinn Björnsson, 1.7.2009 kl. 18:37

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband