Kemur ekki á óvart

Hvað á eiginlega að gera í þessum málum? Áratugabarátta virðist litlu skila og hið opinbera er engu betra.

Á landsbyggðinni hafa konur, sem starfa í opinbera geiranum, 69% af heildartímalaunum karla, sem starfa á sama sviði...

Eiga þá konur sem starfa t.d. í sveitarstjórn ekki að lækka í launum nú þegar skera á niður bara karlar? Hvernig á að jafna þennan mun? Munum að þetta snýst um að búið er að taka...

...tillit til vinnutíma, starfs, menntunar, aldurs, atvinnugreinar, ábyrgðar í starfi.

Þoli þetta ekki.


mbl.is Kynbundinn launamunur 19,5%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er tölvumaður í einkageiranum og jafnréttismaður alla leið og hvergi í kringum mig heyri ég eða finn neitt sem bendir til þess að það sé eitthvað "æðra" afl sem ýtir á þennan mun. Allir sem ég þekki telja kynjajafnrétti jafn sjálfsagt og aðgangur að hreinu drykkjarvatni. Það helsta sem mér dettur í hug er að konur séu ekki að biðja um jafnhá laun og karlmenn þar sem ekki er stuðst við taxta. Hefur það verið athugað sérstaklega og ef svo, hversu mikill var munurinn þar?

Auk þess dettur manni í hug að ofurlaun, sem oftast karlmenn þiggja hef ég á tilfinningunni,  togi þennan mun þónokkuð upp.

Guðmundur (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 16:13

2 Smámynd: Baldvin Mar Smárason

Afhverju gerir þetta fólk sem er með svona lág laun, ekkert í þessu?

1. Þetta er ólöglegt.

2. Atvinnurekendur eru tilbúnir að borga góðum starfsmönnum, góð laun.

3. Þeir sem reka fyrirtæki hugsa um peninga, peninga, peninga og gróða.

- Kyn starfsmanna skiptir þá engu máli.

4. Ég vill sjá niðustöðurnar, aldurskiptar

Ég bara trúi því ekki að þessi launamunur sér til.

Það eru bara enginn rök fyrir því að hann sé.

En ef svo er, drattist þá af stað og krefjist hærri laun, hjá ykkar atvinnurekendum.

Ríkisstjórninn er búin að gera það sem hún getur gert. Ég hef engann áhuga á því að ríkið fari að skipta sér að laun almennings.

Þið hafið tæki í höndunum tæki, sem kallast jafnréttislög. Talið við ykkar yfirmann ef ykkur finnst þið vera rangt metin á vinnustaðnum. Ekki einfaldara en það..

P.s.

Er ekki frekar heimskulegt að taka sjálfstæða atvinnurekendur inn í þetta, þar sem þeir borgra sér sín laun sjálfir...

Baldvin Mar Smárason, 27.11.2008 kl. 16:13

3 Smámynd: Johnny Bravo

Ekki svona einfalt.

Þetta er alltaf jafn skakkt hjá þeim, það kemur vel fram hvað konur á landsbyggðinni hafa lág laun enda fer það sérstaklega illa saman að vera kona, lítið menntuð og illa staðsett.

Leiðréttur munur á höfuðborgarsvæðinu er 10% og þarna vantar hugsanlega að leiðrétta fyrir fæðingarorlofum, veikindum og hvort unnið er sjálfstætt eða fyrir hið opinbera. Þeir sem búa vil lægra atvinnuöryggi verða að rukka meira á meðan það er einhverja vinnu að hafa.

Einnig er mikilvægt að hreinsa þetta fyrir karlmönnum yfir 45 með góða menntun enda eru þeir oft í forstjórastöðum með ofurlaun. Það er bara ekki til mikið af konum með viðskiptamenntun úr háskóla og 30ára reynslu af atvinnulífinu. Hinsvegar eiga þeir oft konur í hálfu starfi eða lálauna starfi sem þær eru í bara til að hafa eitthvað að gera og eru ekkert að biðja um launahækkanir.

Karlar sem ekki hafa menntun vinna erfiðari og skítugri vinnu til að fá meira í laun og þetta slítur þá oft fljótt upp.

Svo eru konur bara svo linar í launasamningum og eru síður viljugar að færa sig um starf fyrir 50þ. á mánuði.

Við getum tekið hjón, smið og kennara, hann var með 450 og hún 350 hann er með  28% hærri laun en hún 1 af hverjum 5 árum er hann atvinnulaus, þá er munurinn engin.

Karlar eru tilbúnir að taka að sér meiri vinnu eins og kemur fram í greininni, það er gífurlegur kostur fyrir vinnuveitanda sérstaklega ef ekki er borgað 80% álag.  Karlar eru líka líklegri til að láta vinnuna ganga fyrir.  Oft eru menn á stað þar sem dagvinnulaunin eru lág af því að það er unnið svo mikið að launin enda á að vera helmingi hærri, þar er hægt að nefna margar karlastéttir, tæknifræðinga, lögreglumenn ofv..

Þetta er bara gífurlega erfitt rannsóknarefni og best er að gera rannsóknir og bera þær saman við eins könnun gerða áður eða gerða á öðrum stað.

Ef það ætti að gera eitthvað þá þarf að taka á fæðingarorlofinu.  6mánuðir á mann og konan verður að taka það fyrst og kallinn svo eða á sama tíma fyrstu 12mánuðina, það virðist voða góð hugmynd að geta skipt þessu og allskonar.  En þá er það pressan á vinnustaðnum sem tekur til sín og oft endar það þannig að karlmenn nýta ekki þennan rétt enda eru menn oft á hálfum launum í þessu og það er erfitt fyrir heimilið þegar konan er líka ný búinn að vera á hálfum launum í 6 mán. og barnapössun frá 6-18 mán. kostar 500þ. aukalega í dagmömmu.

Einnig finnst mér 2 frídaga í mánuði vegna veikinda vera bull, við ættum bara að fá 2 auka frídaga og taka þá þegar okkur líður ekki vel. Margar stéttir sem eru að nýta þetta mánuð eftir mánuð 50-70% en aðrir fara bara í frí 3 vikur á sumri.

Johnny Bravo, 27.11.2008 kl. 16:47

4 identicon

Mig rámar í rannsókn sem gerð var hér á landi, sem sýndi fram á að konur biðja a) oftar um launahækkkun, og b) um meiri launahækkun, en karlmenn, en fá a) sjaldnar já, og b) minni hækkun, þegar einhverja.

Arndís (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 19:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband