Vetrarfrí og kvennafrídagurinn

Jibbý loksins komið vetrarfrí í skólanum. Vann til kl. 18:30 og lauk við yfirferð á ritgerðum, verkefnum, prófi og því sem útaf stóð í sögu hjá nemendum mínum. Allir búnir að fá einkunn.

Á morgun er svo djamm í Tjarnarborg en Maggi mágur ber að vanda hitann og þungan af skemmtuninni. Þemað í ár er latino og er ég mjög spennt því þetta er tónlist að mínu skapi.

Vonum bara að veðrið setji ekki strik í reikninginn en hér er ansi hvasst en sáralítil úrkoma enn sem komið er allavega.

Svo er að minnast kvennafrídagsins sem er í dag og því miður eru málin enn of mikið á skjön fyrir konur. Nýjasta dæmið eru bankastjóralaunin.

Í bili........


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband