Prófkjörsmál og landsbyggðapólitík

Það er ekki að spyrja að því konur og Sjálfstæðisflokkurinn - hvað er nú það? Er reyndar fegin að þetta prófkjör þeirra er yfirstaðið með tilheyrandi auglýsingaflóði sem allt ætlar að hertaka. Skilst reyndar á mínu fólki í borginni að pirringur í kringum prófkjör Sjálfstæðismanna sé helst fólginn í því að enginn friður er vegna símhringinga frambjóðenda. Velti því fyrir mér hvað konum þykir að hafa einungis tvær stöllur sínar með öllum körlunum. Þær sem í framboði voru eru örugglega ekki minna álitlegar en blessaðir karlarnir og það skiptir máli að raddir kvenna - mæðra heyrist á þingi sem er orðið allt of einsleitt í ákvarðanatöku.

Nú stendur yfir prófkjör Samfylkingarinnar í Norðvestur og úrslita að vænta í kvöld - fylgist með því.

En vegna frétta um fækkun á Eyjafjarðasvæðinu, en hér í Fjallabyggð fækkaði mest um 82, þá kom enn frekar á óvart að það varð fækkun á Akureyri um 10. Þegar upp er staðið snýst þetta að miklu leyti um misskiptingu fjár sem stýrt er af Framsókn og Sjálfstæðisflokknum í ríkisstjórn. Það er alveg deginum ljósara að sveitarfélögin hafa ekki nægjanlega tekjustofna til að reka sig.  Það er hjákátlegt að ríkisstjórnin skuli bæta sífellt á sveitarfélögin verkefnum en fjármagn fylgir ekki með í réttum hlutföllum. Allt slíkt ætti að endurskoðast t.d. grunnskólinn. Þar hefði átt að vera ákvæði sem gerði sveitarfélögunum kleift að taka upp fjármagnsliðinn að x árum liðnum og sjá hvort raunhæft væri - sem það er ekki.

Það þarf að ríkja jafnvægi á milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæðis því hvorugt lifir á hins. En þeir sem eru efstir á lista Sjálfstæðismanna í Reykjavík núna og ráða líklega mestu því Guðlaugur frændi ætlar að verða ráðherra að sögn og hef ég ekki mikla trú á að Kristján Þór bæjarstjóri hafi mikið í þá borgarmenn að segja þegar kemur að byggðastefnu sem nú þegar er handónýt.

Það er svo margt sem þeir hafa ætlað að breyta en eru ekki 12-16 ár nægilega langur tími til breytinga? Það sem þeir hafa ekki áorkað nú þegar er hægt að ætlast til að það sé gert núna - það held ég ekki.

Undir þeirra stjórn, sem allt vilja einkavæða, hefur launaleynd orðið enn meiri en áður og konur eiga langt í land með að standa jafnfætist körlum í sambærilegum störfum. Þess vegna hef ég aldrei skilið konur í láglaunastörfum sem kjósa Sjálfstæðisflokkinn sem viðheldur með stefnu sinni launakjörum þeirra.

Konur ættu að kjósa þann eina flokk sem hefur kvenfrelsi í sinni stefnuskrá Vinstri græna og fjölga okkur á þingi. Í okkar flokki eru nú tvær konur og þrír karlar á þingi og margar frambærilegar konur ætla í slaginn í vor. Fylgist með og munið að atkvæði greidd í þínu kjördæmi geta skipt máli fyrir aðra lista Vg í lokin.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

til hamingju- Glæsileg síða.


kv.þury

Þuríður (IP-tala skráð) 29.10.2006 kl. 22:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband