Alveg að taka enda

Nú er ég búin að vera í starfsnáminu við HA þessa vikuna, nema í dag þá kenndi ég krökkunum mínum í 7. - 8. bekk - reyndi það minnsta kosti. Nú á ég bara þrjá og hálfan dag eftir og klára um miðjan apríl. Jibbí.Smile

Er reyndar búin að læra helling hjá henni Solveigu í náms- og starfsráðgjöfinni og vona að ég fái vinnu við þetta í nánustu framtíð.

En er á leið á Akureyri aftur þar sem við stöllur, Adda, Heiða, Þurý og ég ætlum að vera í bústað í Kjarnaskógi og reyna að klára þau tvö verkefni sem eftir eru.Whistling 

Við ætlum að hafa eftirfarandi að leiðarljósi:

Í dag er:

Alþjóðlegur dagur brjálæðislega glæsilegra og geysilega gáfaðra kvenna þar sem boðorðið er:Lífið á ekki að vera rólyndis rölt að grafarbakkanum með það að markmiði að komast örugg á áfangastað í huggulegum og vel varðveittum líkama. Miklu heldur á það að vera blússandi gleðibuna og ískrandi yndisflug með súkkulaði í annarri og vínglas í hinni í fullnýttum og gatslitnum skrokki öskrandi.

Fjárans fjör sem þetta er!

Í bili..........


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bylgja Hafþórsdóttir

Hæ dugnaðarforkur og takk fyrir stuðninginn. Hálf asnalegt að skrifa þetta en .... 1102-15-9217 er reikningurinnn sem fólk hefur verið að leggja inn á og ég gaf upp til að setja á bloggið. Kann ekki við að setja það inn á bloggið mitt samt einhvern veginn. Líður eins og betlara. Úff, púff, erfiðara en ég hélt. Ekki segja neinum.

 Love Bylgja

Bylgja Hafþórsdóttir, 28.3.2008 kl. 14:29

2 identicon

Blessuð.

Búin og þá alveg búin með skólann ? Það er léttir að sjá fyrir lokin á því sem maður tekur sér fyrir hendur, óhætt að segja það.

Farið varlega í bústaðnum, mér sýnast markmið ykkar vera þess háttar. en gangi ykkur vel.

Kveðja Helga Dögg

Helga Dögg (IP-tala skráð) 2.4.2008 kl. 14:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband