Að pakka niður

Hef verið undanfarna daga að pakka niður búslóðinni hennar mömmu þar sem hún er búin að selja íbúðina sína. Það kennir margra grasa ef svo má að orði komast enda konan mikill "drasl safnari" eins og maðurinn minn segir um mig.

Hún mamma á svo mikið af handavinnublöðum að hægt væri að setja upp verslun með gömlum blöðum og dóti því tengdu. En ég vonast til að klára þetta í dag og fara í þrifin á morgun enda vetrarfríið mitt í skólanum þá búið og tími kominn á afhendingu.

En ég rakst meðal annars á ljóð eftir Ásgeir bróðir frá því hann var lítill polli og sagði honum í gær að ég myndi skella því á bloggið.

Þegar pabbi fór á bát

þá var mamma alveg mát.

Báturinn hét Súlan

þá var mamma hrædd við Múlann.

Önnur

Leiftur er best

og aldrei í fjórðu deildina sest

oft fá þeir góðan gest

en þurfa aldrei að nota hest.

Svona er nú hluti af hinum fína kveðskap litla bróður míns. Veit ekki hvað hann var gamall en hann kannski man það.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband