Snjór og holur

Ásgeir bróðir á afmæli í dag - til hamingju með það kæri bróðir.Grin 

Fór á Sigló í hádeginu í dag þar sem ég tek þátt í viku símenntunar með Vinnumiðlun Norðurlands vestra. Þar hitti ég Líneyju sem er forstöðukona þeirrar stofnunar og hefur yfirumsjón með starfskynningu minni. Við fórum ásamt Bryndísi sem starfar hjá Farskólanum, á sama svæði, í heimsókn til Rammans, á Heilbrigðisstofnunina og í Samkaup. Okkur var alls staðar vel tekið og nýttu fjölmargir sér það að spá og spjalla um nám og annað sem þeim lá á hjarta.

Í kvöld var svo kynning á hreint frábæru tæki sem er talgervill fyrir lesblinda og einnig þeirri þjónustu sem veitt er í gegnum Farskólann m.a. greiningu á lesblindu. Einn aðili sagði frá reynslu sinni af talgervli og sagðist loksins geta "lesið" blöðin en ekki bara fyrirsagnir.

Einnig var haldið örnámskeið sem fjallaði um frestunaráráttu og valkvíða sem Líney var með. Flestir kannast við að "gera þetta bara á morgun" og er ég ekki þar undanskilin.Joyful 

Mér kveið svolítið fyrir heimför sem var rétt um kl. 22 þar sem snjór var á Lágheiðinni þegar ég fór að heiman. En lítið hafði bætt í en köflótt veður var á leiðinni. Fjallabjart var hins vegar á heiðinni en versti kaflinn er hér fram sveitina og upp á miðja heiði. Skagfirðingarnir báru nefnilega í heiðina í síðustu viku en Ólafsfjarðarmegin er hún og sveitavegurinn ekkert nema holur.W00t

Nú er kominn tími á pottinn og svo háttinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband