Bæjarstjórnarfundur

Var á bæjarstjórnarfundi vestan megin í Fjallabyggð, Siglufirði, í gær. Það lá í sjálfu sér ekki mikið fyrir fundinum en sitthvað þó. Ég var t.d. ekki ánægð með að leyfilegt sé að setja 18m2 "hús" í garð á lóðamörkum nánast. Á sama tíma var verið að leyfa viðbyggingu við íbúðarhús sem var rúmir 14m2 og ber þá gjöld sem slíkt.

Nú svo voru fasteignagjöldin loksins að berast til fólks í Fjallabyggð en þó hafi ekki allir fengið álagningarseðilinn enn.  Mér finnst frekar handahófskennt hvernig staðið var að álagningunni en t.d. hækkaði holræsagjaldið um 45% á milli ára í Ólafsfirði. Það var hærra á Siglufirði og var pólitísk ákvörðun um að hafa það bara þannig í stað þess að fara einhvern milliveg. Fyrir svo utan það að samið var við Sýslumann og færði Fjallabyggð því hinu opinbera verkefni en er sífellt að leita sjálft eftir slíkum verkefnum A-gíró seðla sem eru úreltir þeim sem nýta sér t.d. greiðsluþjónustu eða visadreifingu.Frown

Eftir fund kynnti svo Sigurður Tómas Björgvinsson skýrslu sem hann var beðinn að gera og tillögur að framtíðarstjórnskipulagi í Fjallabyggð. Honum var ætlað að búa til ramma að starfslýsingum í samráði við þróunarstjóra Fjallabyggðar. Málið er enn í trúnaðarfarvegi og því lítið hægt að segja um það hér en fólk skiptist á skoðunum og er það fínt. Þetta hefði átt að vera löngu búið að mínu mati þar sem til var skýrsla frá RHA og hefði verið hægt að dema sér í þetta strax.

En veður var gott og við vorum komin heim í austurbæinn um kl. 21 í gærkveldi.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarkey Gunnarsdóttir

Já Raggi minn - snemmþroska ég eða þannig. Var nú líka lengi að þessu.

Nei Siggi Tommi býr held ég í Árborg en er með ráðgjafarfyrirtæki og vann fyrir Fjallabyggð að þessu verkefni.

Bjarkey Gunnarsdóttir, 26.4.2007 kl. 13:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband