Íslandshreyfingin

Ekki er hægt annað en að taka undir beiðni Hjörleifs Guttormssonar þar sem hann hvetur Íslandshreyfinguna og Ómar Ragnarsson til þess að hætta við framboð. Nýjustu skoðanakannanir sýna að þetta framboð verður þess valdandi að ríkisstjórnin heldur velli. Það er að verða nokkuð ljóst og Ómar er með glýju í augunum ef hann telur að fólk þori ekki að gefa sig upp í skoðanakönnunum en kjósi svo Íslandshreyfinguna þegar inn í kjörklefann er komið.

Af hverju ætti fólk ekki að þora að segja í skoðanakönnun að það kysi hreyfinguna? Enginn veit það þegar upp er staðið í öllum þessum könnunum.

Það er líka með ólíkindum að hreyfingar eins og þessi skuli ekki enn vera komin með tilbúna lista þegar tæpur mánuður er til kosninga. Þau Margrét fullyrtu að bjóða ætti allstaðar fram sem og hagsmunahópur eldri borgara og öryrkja en ekkert bólar á landsbyggðarlistum. Þessu var þó lofað um páskana og strax eftir páska.

Nei ég held að fólk eins og Ómar og Margrét ættu að hugsa vel sinn gang og velta því fyrir sér hvort það er virkilega vilji þeirra að ríkisstjórnin falli í vor eða hvort tilhugsunin um hugsanlegt EITT þingsæti sé mikilvægara.


mbl.is Ómar og Margrét leiða lista Íslandshreyfingarinnar í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldvin Jónsson

Fólk þarf að sjálfsögðu líka að fylgja sannfæringu sinni. Það er eitt að vilja ríkisstjórnina frá, en hvað svo?

Við verðum að vera tilbúin til að stíga fram með drauma okkar og langanir. Við viljum byggja upp samfélag þar sem að framfarir byggja á krafti og sköpunargleði fólksins í landinu en ekki miðstýringar ríkisstjórnarinnar.

Við í Íslandshreyfingunni eigum virkilega samleið með VG í umhverfismálum og getum náð glæsilegum árangri þar saman. En áherslur okkar eiga ekki eins mikið sameiginlegt þegar kemur að hugmyndum okkar um velferðarmálin og ríkisafskipti.  Þar munum við þurfa að leggja okkur öll fram til að ná sáttum.

En þetta snýst ekki um ykkar meginmarkmið. Þetta snýst að sjálfsögðu um það hvað við teljum okkur verða að gera. Þetta snýst um að fylgja hjartanu.

Kjósum með hjartanu - kjósum Íslandshreyfinguna

Baldvin Jónsson, 15.4.2007 kl. 18:06

2 identicon

Missti ekki VG 10% til Sjálfstæðisflokksins miðað við nýjustu könnun? Er ekki ráð að biðja þá um að draga framboð sitt til baka, annars er hætta á að þeir myndi aftur ríkisstjórn, jafnvel með VG

Lilja (IP-tala skráð) 15.4.2007 kl. 23:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband