Bloggfærslur mánaðarins, september 2007

Heim í heiðardalinn

Þá er ég komin heim aftur eftir útilegu í borginni. Alltaf jafn fegin að eiga þar ekki fasta búsetu. Ofan úr Grafarvogi og niður í Háskóla 45 mínútur dag hvern - nei takk. Mér finnst eiginlega umferðin aldrei vera lítil þrátt fyrir hina óhugnalegu álagspunkta að morgni og síðdegis þá er alltaf mikil umferð. Sá fram á að ég get nýtt tímann vel í sveitinni sem annars fer í akstur á milli staða í borginni.

Nú ég sem sagt var í lotu í náminu mínu og get nú eiginlega ekki verið í Pollýönnuleik með það að lotan hefði alveg getað verið deginum styttri. Verið var að troða í okkur efni sem við vorum búin að fara í vegna þess að nýjir staðnemar voru með okkur að stórum hluta. Ég vil að tíminn sé vel nýttur þegar fólk er að koma langt að og þarf jafnvel að kaupa sér gistingu og fá frí í vinnu. Kom þeirri skoðun minni á framfæri og vona hið besta í framhaldinu. Fékk að vísu miklar undirtektir frá samnemum enda á þetta við um flest okkar.

Þar sem skóladagurinn er yfirleitt langur er maður orðinn þreyttur og ekki til mikils gagns þegar honum líkur. Við Þurý drifum okkur reyndar í  bíó og var það ósköp fínt. Kíkti að sjálfsögðu í Kringluna og Smáralindina eins og sönnum "utanbæjarmanni" sæmir. Kíkti örstutt á fólkið mitt og gisti reyndar hjá Mistinni minni á föstudagsnóttina. En það sem var skemmtilegast af öllu var að hitta loks Hrönn vinkonu og Árdísi aftur eftir alltof langan tíma og spjalla um allt milli himins og jarðar.

Skaust austur á Flúðir á flokkráðsfund hjá Vg á föstudagskvöldið og var mikil stemming í hópnum. Stjórnarfundur á föstudaginn svo ég verð enn á faraldsfæti.

Minn kæri náði svo í mig á flugvöllin í gær og fengum við okkur gott að borða í tilefni 10 ára brúðkaupsafmælisins sem var þann 30. ágúst.

Nú mamma á afmæli á morgun og verður þá 62 ára. Helgi minn er svo síðar í mánuðinum. Alls konar fundir eru líka á döfinni eins og vant er á þessum árstíma.

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband