Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007

Stofnun VG í Fjallabyggð

Á fimmtudaginn var stofnfundur VG í Fjallabyggð sem tókst vel. Það þarf ýmsu að breyta með tilkomu sameinaðs sveitarfélags og þetta er eitt af því. Ég held satt að segja að þetta sé fyrsta félagið sem stofnað er í Fjallabyggð.

Á eftir var opinn stjórnmálafundur þar sem Steingrímur Joð ræddi pólitíkina og spjallaði við fundarmenn.

Á morgun mánudag er fundur hjá húsnæðisnefnd þar sem taka á fyrir sameiginlegar reglur hins nýja sveitarfélags - þótt fyrr hefði verið. Mér finnst þetta hafa tekið allt of langan tíma - mál sem ég tel ekki vera ýkja flókið.

Á þriðjudaginn er svo bæjarstjórnarfundur á Sigló - ekki margt sem liggur fyrir fundinum en eftir hann ætlar Sigurður Tómas að ræða um tillögur að framtíðarskipulagi stjórnsýslunnar hér í Fjallabyggð. Það verður spennandi að sjá hvað þar ber helst á góma og hvort mér hugnast það. Nokkuð ljóst að mér finnst að sviðsskiptingin eigi að vera þrjú svið og hafa eigi þrjá sviðsstjóra, fjölskyldu-og menningarmála, fjármála- og stjórnsýslu- og skipulags- og umhverfismála.

En læt vita hvað uppi verður í þeim málum.


Viðurkennd starfsheiti

Datt í hug þegar ég las grein Ástu Óla Halldórsdóttur í morgun þar sem hún fjallar um viðurkenningu á starfsheiti leiðsögumanna og hversu dýrt það er að fara í nám hjá Leiðsögumannaskóla Íslands.

Það er margt skrýtið í kýrhausnum þegar kemur að viðurkenningu á starfsheiti til starfsréttinda, hvað með t.d. leikskólakennara sem hafa barist í mörg ár fyrir lögverndun. Ég er í meistaranámi í náms- og starfsráðgjöf við HÍ - það er ekki lögverndað starfsheiti þrátt fyrir að fyrir liggi þingsályktunartillaga um að breyta því.

Það eru eflaust fleiri stéttir en mann grunar sem svo er fyrir komið - því miður.

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband