Mikið um að vera á næstunni hjá VG

Starf og kosningabarátta Vinstri grænna á nýju ári hefst með opnum fundum í öllum kjördæmum landsins. Á fundunum verður rætt um stjórnmál líðandi stundar og kosningarnar framundan. Steingrímur J. Sigfússon formaður og Katrín Jakobsdóttir varaformaður mæta á fundina auk frambjóðenda í kjördæmunum. Búast má við fjörlegum umræðum og félagar eru hvattir til að fjölmenna.   

Fyrsti fundur formanns og varaformanns á yfirreið um landið verður haldinn í Reykjanesbæ, sunnudagskvöldið 7. janúar kl. 20 á Ránni. Þar mæta og flytja ávörp: Steingrímur, formaður, Katrín, varaformaður og þrír efstu frambjóðendurnir í Suðurkjördæmi, þau Atli Gíslason, Alma Jóhannsdóttir og Ragnheiður Eiríksdóttir. 

Þá liggur leiðin til Akraness og verður fundurinn haldinn mánudagskvöldið 8. janúar kl. 20 í Hvíta húsinu, Skólabraut 9. Auk Steingríms og Katrínar munu frambjóðendur í Norðvesturkjördæmi þau Jón Bjarnason og Rún Halldórsdóttir flytja ávörp.

Á Akureyri verður fundurinn haldinn á fimmtudagkvöldið 11. janúar kl. 20 á Hótel KEA. Auk Steingríms og Katrínar munu Þuríður Backman þingmaður, Jón Erlendsson formaður VG á Akureyri og Dýrleif Skjóldal frambjóðandi flytja ávörp og setja tóninn fyrir komandi kosningar. 

Hafnarfjörður mun halda sinn fund miðvikudagskvöldið 17. janúar kl. 20 í Samkomusal Hauka, Ásvöllum Ögmundur Jónasson alþingsmaður og Guðfríður Lilja Grétarsdóttir frambjóðandi ásamt Steingrími og Katrínu mun flytja ávörp og svara spurningum. 

Yfirreiðin endar í Reykjavík með fundi í húsnæði VG að Suðurgötu 3, mánudagskvöldið 22. janúar kl. 20. Frambjóðendur í efstu sætum beggja listanna ásamt Steingrími munu flytja ávörp og svara spurningum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband