Frábær hópur hjá Vinstri grænum

Það er ekki að spyrja að því þegar Vinstri græn eiga í hlut - frábært fólk - ungir sem eldri - fólk með mikla reynslu úr pólitík og svo það sem er að stíga sín fyrstu skref.
Reglurnar okkar gera ráð fyrir dreifingu á kynjum, aldri og búsetu og það ætti ekki að vera vandamál þar sem fólkið sem gefur kost á sér kemur víða úr kjördæminu. Vona að ég fái brautargengi til að takast á við þau verkefni sem framundan eru með þessu góða fólki í Vinstri grænum. Ef þú ert ekki í flokknum og vilt ganga til liðs við okkur og hafa áhrif á hvernig listinn kemur til með að líta út þá getur þú gert það hér.
Ein af reglunum okkar er sú að frambjóðendum er ekki heimilt að kynna sig t.d. með auglýsingum eða einhverju sem leggja þarf út í beinan peningalegan kostnað. Ég er ánægð með þetta enda ekki á allra færi að kasta til milljónum í það að kynna sjálfan sig og kaupa sér sæti.
Stofnaður hefur verið stuðningshópur mér til handa á Facebook og vil ég þakka félögum mínum fyrir það og alla þá hvatningu sem ég hef fengið.
Listinn lítur svona út:

Ásdís Arthúrsdóttir, háskólanemi, Vopnafirði (2.-3. sæti)

Ásta Svavarsdóttir, kennari, Þingeyjarsveit (4.-8. sæti)

Bjarkey Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi, Ólafsfirði (2. sæti)

Björn Halldórsson, bóndi, Vopnafirði (3.-8. sæti)

Björn Valur Gíslason, skipstjóri, Akureyri, (2.-3. sæti)

Drengur Óla Þorsteinsson, laganemi, Akureyri (4. Sæti)

Dýrleif Skjóldal Ingimarsdóttir, leikskólakennari, Akureyri, (1.-8. sæti)

Guðbergur Egill Eyjólfsson, bóndi, Grýtubakkahreppi, (2.-3. sæti)

Hlynur Hallsson, myndlistamaður, Akureyri, (1.-3. sæti)

Hrafnkell Lárusson, forstöðumaður, Egilsstöðum, (5.-6. sæti)

Ingunn Snædal,  kennari, Fljótsdalshéraði, (4.-5. sæti)

Jóhanna Gísladóttir, aðstoðarskólastjóri, Seyðisfirði, (4.-6. sæti)

Jón Stefán Hjaltalín, laganemi, Akureyri, (3.-5. sæti)

Jósep. B. Helgason, verkamaður, Akureyri, (4.-6. sæti)

Júlíana Garðarsdóttir, Skriðdal, (7. sæti)

Kári Gautason, menntaskólanemi, Vopnafirði, (5.-8. sæti)

Steingrímur J. Sigfússon, alþingismaður, Þistilfirði, (1. sæti)

Sverrir Mar Albertsson, framkvæmdastjóri, Egilsstöðum, (2.-4. sæti)

Trausti Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri, Húsavík (5.-8. sæti)

Þorsteinn Bergsson, bóndi, Fljótsdalshéraði, (3.-5. sæti)

Þuríður Backman, alþingismaður, Egilsstöðum, (2. sæti)


mbl.is 21 í forvali VG í NA-kjördæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband