Og getið nú

Finnst orðabrellur/gátur Gunnars frábærar og þessar tvær eiga vel við  núna. Endilega reynið fyrir ykkur í lausnum. Um er að ræða eitt orð fyrir hverja vísu sem með einhverjum hætti má tengja hverri línu.

 

Ráða yfir ríki hér,                                           

rétt að nefna hægri kant.                                

Stendur vakt og stýra ber,                              

stillir beislið upp í trant.

 

 

Eitthvað sem að enda tekur,                 

endar vertíð fyrir rest.                         

Illgresi sem engi þekur,                       

öllum pottum fylgir best


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ekki viss um þá fyrri en held að hin sé lok

Ási Pálma (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 22:18

2 Smámynd: Bjarkey Gunnarsdóttir

Þú ert getspakur Ási. Endalok, vertíðarlok, illgreis sem þekur fara sem lok um engi og pottlok.

Hin tengist líðandi atburðum.

Bjarkey Gunnarsdóttir, 2.2.2009 kl. 22:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband