Fallegur dagur

Gleðilegt ár til ykkar sem blogg mitt nenna að lesa.

Mikið var sprengt hér í Ólafsfirði í nótt og veður gat ekki verið betra. Enda voru gestir Hallarinnar glaðir í sinni í nótt og bjartsýnir á árið sem nú er að hefjast. Þetta er alltaf öðruvísi barvakt allir svo jákvæðir mikið um kossa og knús.

En þegar við hjónin fórum heim um hálf sex í morgun þá var stillt veður og ekki var það síðra þegar við fórum á fætur um hádegið. Ég gerðist svo djörf að færa honum morgunmat í rúmið og síðan lákum við út í pott. Þar horfðum við á litla rellu svífa hér um fjörðinn og lenda á vatninu sem hefur verið mikið nýtt nú um jólin af mótorkross og vélsleðafólki. En það þýddi víst ekkert að dorma bara heldur rifum við okkur af stað í göngutúr með tíkurnar sem hlupu og nutu góða veðursins.

Að göngutúrnum loknum var boðið upp á heitt súkkulaði hjá tengdó ásamt bakkelsi svona til að viðhalda orkunni.

Nú er búið að dorma fyrir framan sjónvarpið og komið að því að elda steikina. Þetta át fer að taka enda þ.e. í því mæli sem það hefur átt sér stað því það er jú kreppa og fötin passa ekki eins vel núna og fyrir jólin svo að matseðilinn þarf líklega að endurskoða.

Í bili....

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Gledilegt ár megi tetta ár 2009 færa tér og tínum farsæld og gledi í hjarta.

Àramótakvedja frá Jyderup.

PS:Langar ad spyrja tig hvort tú sert eithvad skyld fólkinu á Hòli?Mér hefur fundist tú svolítid lík teim.

Gudrún Hauksdótttir, 2.1.2009 kl. 06:51

2 identicon

Gleðilegt ár mín kæra.

Vona að árið verði þér gott bæði í einkalífi og í viðskiptum. Hvað stjórnmálin varða er best að segja ekki neitt.

Kveðja Helga Dögg

Helga Dögg (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 19:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband