Leynivinaleikur

Í Grunnskóla Ólafsfjarðar hefur undanfarin ár verið svokallaður leynivinaleikur. Gyða er yfirleynivinastrumpur enda annáluð fyrir gleði og skemmtilegheit. Leikurinn hefur verið með ýmsu sniði og nú í ár stóð hann yfir í tvær vikur og lauk í dag.

Fyrri vikan var sælkeravika og var þá mælst til þess að við gæfum okkar leynivini eitthvað gott í "bumbuna". Ostar, vínber, mandarínur, hákarl, hrossakjöt, öl af ýmsu tagi sem og gotterí og ýmislegt fleira varð fyrir valinu hjá vinahópnum í ár.

Svo tók við jólaþema sem varð mjög fjölbreytt eins og von og vísa er í þessum hóp.

Mesti spenningurinn er að fylgjast með og reyna að átta sig á hver leynivinur manns er og er ýmislegt á sig lagt til að koma ekki upp um sig. Hinir ýmsu "sendlar" færa fólki heim, send eru ljóð og skilaboð með margvíslegu móti og reynt að villa á sér heimildir eins og kostur er.

Minn leynivinur var Ásdís María og var ég nokkuð viss frá fyrstu gjöf en það var nú líka vegna skvísulegrar skriftar á nafninu mínu með fyrstu gjöfinni.

Í dag hittumst við svo og þá er gengið á röðina og við látin giska á hver við höldum að sé okkar leynivinur og útskýra af hverju við teljum akkúrat þennan en ekki hinn vera hinn eina sanna leynivin. Mikið hlegið af útskýringum að vanda og yndislegt að koma heim af svo góðri samkomu.

Enda sit ég og raða í mig konfektmolum Jóa Fel sem Ásdís María færði mér. 

Í bili.....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband