Stjórnarfundur, sveitarstjórnarráðsfundur og flokksráðsfundur VG

Já sunnudagurinn var fundardagur svo sannarlega. Rosalega góð stemming og þrusumæting. Þar sem ég er í sveitarstjórnarmálunum þá finnst mér tilhlýðilegt að ályktunin úr okkar hópi fylgi hér með. Bendi annars á heimasíðu VG þar sem finna má vinnuplagg sem lagt var fyrir flokkráðsfundinn og er nú komið í frekari úrvinnslu í grasrótinni.

Ályktun um sveitastjórnarmál var samþykkt samhljóða en hún er svo: 

Flokksráðsfundur Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs haldinn 7. desember 2008 á Grand hótel telur það vera sameiginlegt verkefni hins opinbera, ríkis og sveitarfélaga, að standa vörð um hag almennings. Sveitarfélögin gegna lykilhlutverki í endurmótun samfélagsins og mikilvægi þeirra við uppbyggingu og endurmat er ótvírætt í samstarfi við íbúa, félagasamtök og hagsmunaaðila. Þau standa íbúunum næst og sinna verkefnum á sviði velferðar og menntunar. Sérstaklega þarf að styrkja og efla sveitarfélögin við þau skilyrði sem nú eru uppi.

Mikilvægt er að löggjafinn tryggi Lánasjóði sveitarfélaga og Jöfnunarsjóði sveitarfélaga fé til að lána sveitarfélögum til rekstrar við þær sérstöku aðstæður sem nú ríkja. Þó verði jafnframt tryggt að rekstur sveitarfélaga verði lagaður að þeim aðstæðum sem skapast hafa þannig að Lánasjóðurinn komist ekki í þrot.

Það er skýlaus krafa sveitarstjórnarráðs Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs að við mótun efnahagsaðgerða ríkisstjórnarinnar verði hagsmunir sveitarfélaganna hafðir í forgangi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband