G og G

Gluggaþvottur og gospel

Já ég lét mig  hafa það að þvo nokkra glugga í dag svona til þess að minn kæri gæti nú séð ljósin af seríunum - ekki í gegnum flugnaskítinn það þykir víst ekki gott. Mér finnast þrif almennt leiðinleg en læt mig þó hafa það á köflum þegar ég get ekki talið mér lengur trú um að um sé að ræða englaryk eins og ein komst að orði fyrir margt löngu þegar "jólaþrif" voru í umræðunni á mínum vinnustað. Hún sagðist bara skreyta yfir það og líkaði mér sú skýring ágætlega.

Mér fannst tilvalið að taka mér góða pásu í gluggaþvottinum og fara í kirkjuna okkar en þar var boðið upp á gospeltónleika með Gospelkór Akureyrar. Flottur kór með fína einsöngvara og endaði þetta með O happy day þar sem Siggi Ingimars (Idol) fór alveg á kostum.

Undir þessum söng átti ég erfitt með að dansa ekki eftir kirkjugólfinu svona að hætti Sister Act með Whoopy Goldberg. Lét það ekki eftir mér að þessu sinni - hver veit nema ég láti vaða næst.

En framundan er Man.Utd. leikur, síðan þarf líklega að elda eitthvað og þá er komið að því að fara í leikhús þar sem Leikfélag Ólafsfjarðar verður með síðustu sýningu leikritsins Á svið.

Nú svo er Höllin 3ja ára og af því tilefni er smá dansiball sem vert er að kíkja á.

Í bili......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband