Fínir sumarfrísdagar liðnir

Eins og ég sagði hér áður þá fórum við i Borgarfjörðinn, leigðum sumarbústað 8 km. frá Borganesi sem var ljómandi góður. Við fórum að sjálfsögðu að skoða eitt og annað en byrjuðum á því að rjúka í borgina þar sem erindum þurfti að sinna vegna Hallarinnar. Skruppum svo uppá Skaga og hittum Magga Brands í heimleiðinni.

Á miðvikudaginn fórum við síðan á rúntinn í Skorradal og í Fossatún með tengdó sem gistu hjá okkur í tvær nætur. Enduðum í borginni og fengum okkur gott að borða á Hereford eftir að hafa rölt í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum með Jódísi Jönu.

Í gær ætluðum við í heimsókn á Fellsenda en húsfreyjan þar var ekki heima þannig að við fórum í kaffi í Borgarnes á Vinakaffi sem var ljómandi fínt og héldum síðan upp að Hreðavatni og þaðan í Jafnaskarðsskóg þar sem listamenn voru að sína verk sín. Þau vöktu sum hver hlátur hjá mér en það er þetta með skilgreininguna á list.

Að því loknu fórum við til Guðrúnar Pálínu og Boga sem voru komin í bústað í Borgarnesi. Drifum liðið allt í mat á Hraunsnefi sem var alveg frábær. Þar er hægt að fá allt frá hamborgurum til stórsteika. Skora á ykkur að stoppa þarna á leið suður nú eða ef þið eruð í Borgarfirðinum og fá ykkur að borða. Ekki nema tíu mínútur frá Munaðarnesi.Kissing

Síðan var heimferðin í dag frekar skrautleg svo ekki sé meira sagt. Við keyðum sem leið ná norður en þegar við vorum við Bjarnagil sprakk á bifreiðinni og ekki nóg með það heldur affelgaðist varadekkið við Kálfsá. Segi ekki meir.Devil

En nú er ég komin heim og vinna í skólanum að hefjast eftir helgi. Hlakka til að hitta samstarfsfólkið og heyra hvað það gerði í sumar.Wink

Í bili......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl.

Mér sýnist sumarfríið þitt vera hlaðið eins og lífið í heild Bjarkey mín, í nógu að snúast.  Er næstum viss um að þú veist ekki hvernig á að liggja með tærnar uppí loft og gera ekki neitt, nema þú sért alvarlega veik.

Já skólastarf að hefjast og mér finnst svo stutt síðan því lauk...tíminn hlýtur að vera svona fljótur að liða. Sú yngsta hjá mér komin í MA, svo afskipti af grunnskólanum sem foreldri lokið.

Kveðja Helga Dögg

Helga Dögg (IP-tala skráð) 19.8.2008 kl. 17:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband