Langþráð frí

Já nú er mín komin í langþráð sumarfrí. Cool Verslunarmannahelgin var fín hjá okkur í Höllinni og því gott að fara í frí eftir góða törn. Við höfum verið að fínisera svolítið í Tröllakoti, ég tók til verkfæri og dót í "búrinu" málaði það í gærkveldi og gekk svo frá líninu í dag. Það á sem sagt að hýsa rúmföt og annað það sem ég nota við frágang á húsinu.

Helgi, Jói og Rikki steyptu pall sunnan við hús og Pétur múrari kom og tók til hendinni með þeim. Grindur verða svo settar svona til skjóls en lágar til að spilla ekki útsýninu. Þá eru framkvæmdir sumarsins að taka enda en við girðum líklega ekki fyrr en næsta vor þannig að lambasteikin verði örlítið lengra frá grillinu en nú.

En á morgun ætlum við að grilla í Tröllakoti ásamt Jóa og Hildi sem hafa staðið með okkur í framkvæmdunum og jafnvel prufa að gista.Grin 

Á mánudaginn er svo ætlunin að halda í Borgarfjörðinn og gista þar fram til föstudags en hvað verður þá er ekki gott að segja. Á mánudaginn 18. ágúst hefst svo vinna mín í skólanum og verkefni vetrarins hellast yfir.

Í bili.......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband