Samtalið gekk vel og þá ekki síður Andrésarleikarnir

Samtalið mitt við aðstoðarskólastjórann gekk vel og vonast ég til að fá stöðuhlutfall sem náms- og starfsráðgjafi næsta haust ásamt kennslunni.

Nú við mæðgur vorum á Andrésarleikunum eins og ég sagði frá hér áður og var frábær stemming. Aldrei verið slíkur fjöldi af keppendum og var gaman að sjá hversu mikið af öfum og ömmum var sérstaklega á fimmtudaginn. Veður var líka með eindæmum gott og sólbrúnkan í andlitinu alveg ekta. Cool

Jódís Jana stóð sig frábærlega, hún var í 5. sæti á fimmtudag og 4. sæti á föstudaginn, einungis 8 sekúndum frá verðlaunasæti. Hún var svo yndisleg þessi elska og sagði mér eftir síðari daginn þegar við ræddum hvað hún var dugleg að þegar hún hefði farið fram úr þeirri sem fyrst startaði þá spjallaði hún við hana og benti henni á að taka stærri skref það væri miklu betra.

Ekki málið að aðstoða svolítið og spjalla þó maður sé að keppa á skíðum í leiðinni. Grin Hvað á maður að segja annað en "góð varstu elskan". "Já mamma hún tók svo lítil skref og það er miklu erfiðara".

Gott að vera komin heim og Klara Mist er komin líka til að vera enda ætlar hún að útskrifast þessi elska 24. maí og ein 9 próf framundan. Þá er gott að vera hjá mömmu og pabba og einbeita sér að lærdómnum.Halo

Í bili......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mitt gamla hjarta gleðst yfir fjölgun náms- og starfsráðgjafa á svæðinu.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 12:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband