Samfylkingin svíkur kjósendur sína og Björn Bjarna í Útópíu landi

Það getur ekki verið góð líðan sem þeir sem kusu Samfylkinguna við síðustu alþingiskosningar upplifa nú þegar rétt andlit hafa verið sýnd og við vitum hvað koma skal.

Hvet ykkur til að hlusta á þennan pistil Helga Hjörvars sem segir allt sem segja þarf um kosningaloforð Samfó.

Auðmenn - misskipting, lækkun tolla, bæta lífskjörin, verðtrygging afnumin, FAGRA ÍSLAND honum var orðið ljóst að við nálguðumst umhverfismál á rangan hátt... grænir skattar, hætta að menga...... hvað er að þessu liði. http://webis.hexia.net/hjorvar/video/video2.html

Síðan má lesa "áhugaverða" grein í dag í Blaðinu "Best að menga á Íslandi"

Nú svo er það Björn Bjarnason og löggæslumálin. Maðurinn hlýtur að verða settur í sóttkvi um leið og Alþingi fer í sumarfrí.

Maður veltir fyrir sér hvort æskilegt sé að áliti ráðherrans að ná sem minnstum árangri. Alla vega þá hefur Jóhann R. og hans starfsfólk á Keflavíkurflugvelli náð ótrúlegum árangri í að upplýsa fíkniefnamál og að góma afbrotamenn - en hvað Bjössi vill bara helst losna við hann - líklega vegna þess að hann nær of góðum árangri.

Það er engan veginn eðlilegt að fækkun sé í starfsliði efnahagsbrotadeild lögreglunnar en embætti ríkislögreglustjóra bólgnar út - ojbara.

Sérsveitin verður feitari og pattaralegri með hverjum deginum og kostnaðurinn samkvæmt þvi en það sem viðkemur okkur borgurunum dags daglega - það má bara skera það niður. Hverfaþjónusta lögreglunnar og forvarnir sem því fylgja - í ruslið með slíka forvarnavinnu við notum bara sérsveitina á málið þegar það er orðið nógu stórt og afbrotum fjölgar.

Fyrir okkur - fólkið á gólfinu - þá er virkar þetta þannig að verið er að búa til stöður fyrir góðvini og áhugasvið ráðherrans en ekki það sem þjónar hagsmunum heildarinnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband