Handlangarastörf

Miklar framkvæmdir standa nú yfir í Klörukoti og fékk ég það virðulega embætti að vera handlangari smiðanna minna, þeirra Jóa og Helga. Þeim leiðist nú ekki feðgum að rífa og tæta og sá ég um að koma draslinu í kerruna ásamt því að naglhreinsa og sópa eins og góðum handlangara sæmir. Tounge Svo snýtti maður bara ryki eins og gefur að skilja og því ljóst að sturta og pottur yrði á dagskrá þegar heim kæmi.

Svo eins og góður handlangari þá fékk ég minn kæra með mér að sækja borð og stóla þannig að hægt væri að fá sér kaffi og með því á búgarðinum.Wink

Nú er "rifrildinu" næstum lokið og þá er að hefjast handa við að byggja upp og það verður enn skemmtilegra.  Ljóst að páskarnir verða nýttir í þá vinnu enda ekki seinna vænna ef klárt á að vera fyrir vorið.

Eigandinn kemur úr Reykjavík á morgun og ljóst að hún fær ekki bara að nýta tímann í prófalestur og verkefnavinnu heldur þarf að taka til hendinni í uppbyggingu á eign sinni. Engin miskunn þar. GetLost

Davíð og Ásta er líka væntanleg um páskana og verður frábært að hafa allt liðið heima í nokkra daga.

Í bili.....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband