Hvalir og hvað?

bilde?Site=XZ&Date=20061018&Category=FRETTIR02&ArtNo=61018082&Ref=AR&Profile=1091&NoBorderÞað er ekki að spyrja að klúðrinu hjá ríkisstjórninni nú eru það hvalveiðarnar sem flestir fárast yfir í öllum heimsálfum. Ekki bara að undirbúningurinn sé hlægilegur, ekki má vinna hvalinn í hvalstöðinni. Hvað eru þessir gæjar að hugsa. Hverjir ætla að kaupa - markaðurinn liggur ekki ljós fyrir frekar en annað. Þeir sem eru æstir í veiðarnar bera gjarnan fyrir sig að hvalur éti fisk en hvað halda þessir aðilar að það dugi að veiða nokkrar hrefnur, hreint ekkert. Þannig að sú rökfærsla fellur um sjálfa sig. Það virðist vera hvert málið á fætur öðru sem ekki er vel undirbúið hjá ráðamönnum þjóðarinnar.

Jákvætt í dag var að tveir nýir metanknúnir sorpbílar voru teknir í notkun í dag hjá Umhverfissviði Reykjavíkurborgar. Skemmtilegt að eldsneytið er unnið úr því sorpi sem bíllinn safnar í sig. Það sem var óþolandi við fréttina var að Villi keyrði annan bílinn allt of hratt og sjálfsagt stæra Sjálfstæðismenn sig af því að hafa orðið til þess að þessir bílar eru nú á götum borgarinnar. En við vitum að fyrri meirihluti borgarstjórnar vann undirbúningsvinnuna og þess vegna eru þessir bílar á götunni.

Nú svo var það ein af ályktunum SUS félaga í Norðaustur, þær voru nokkrar og flestar í anda einka, einka eitthvað. Meðal annars þess að leik- og grunnskólar þyrftu á fjármagni frá einkaaðilum til að skapa sér sérstöðu. Þessir kjánar tala um að sveitarfélögin séu misjafnlega í stakk búin til að sinna þessu og þá velti ég því fyrir mér halda þeir að þá séu einkaaðilar hjá þessum sömu sveitarfélögum æstir í að borga skólana? Þvílík endemis vitleysa, auðvitað á ríkið að lagfæra tekjustofna sveitarfélaga með t.d. breytingu á skattakerfinu þannig að sveitarfélögin beri meira úr bítum. Kíkið á frumvarpVinstri grænna í því sambandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl systa...mér er sama hvað þér fynnst um hvalaveiðar...þá styð ég þær heilshugar.

Helga (IP-tala skráð) 23.10.2006 kl. 10:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband